Þjóðmál - 01.09.2013, Page 85

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 85
84 Þjóðmál haust 2013 Áhádegi hinn 19 . desember árið 2011 sendu útvarp og sjón varp í Norður­ Kóreu út sérstaka dagskrá þar sem tilkynnt var að Kim Jong Il hefði látist af völdum hjartaáfalls . Þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur hins 69 ára gamla leiðtoga kom frá­ fall hans ekki sérlega mikið á óvart . Hann hafði fengið slag hálfu þriðja ári áður og eftir það gekk hann haltur, annar hand­ legg urinn var sýnilega visinn og ístran, sem áður var myndarleg, var horfin . Hann tók sér stundum hlé frá opin berum störfum mánuðum saman . Sýningunni við dauða Kim Il Sung árið 1994 var fylgt út í æsar . Kommúnistastjórnin tók sér tvo daga eftir fráfall Kim Jong Il til að undirbúa hana og lét síðan þau boð út ganga til allra vinnueininga, hersins, skóla og ríkisstofnana, að von væri á sérstakri yfirlýsingu . Sjón varps fréttaþulan, Ri Chun Hee, sem á sínum tíma til kynnti andlát Kim Il Sung, tilkynnti lát Kims með titrandi röddu . klædd í það sem virtist sami svarti búningurinn . Tíu daga sorgartímabil var fyrirskipað . Sjónvarpið í Pyongyang sendi út myndir af örtröð syrgjenda við stytturnar í borginni, alveg eins og í fyrra sinnið, en nú var fólkið í vetrarklæðum . Þungur niður umdi á götum borgarinnar, stunur og ekkasog, og inn á milli heyrðist hrópað abogi, abogi, eða „faðir“ . Útförin var þriggja klukkustunda löng ganga syrgj­ enda um snævi þakin stræti Pyongyang en sjónvarpsþulurinn sagði að snjórinn væri „tár af himnum“ . Limósína fór fyrir fylkingunni með risastóra mynd af Kim Jong Il skælbrosandi . Á eftir kom önnur limósína með líkkistuna og háttsettir leið­ togar, svartklæddir frá hvirfli til ilja, gengu við hlið hennar og létu aðra höndina hvíla á bílnum . Kim Jong Un var orðinn yngsti þjóð ar­ leiðtogi heims, dreg inn fram úr skugg an­ um til að viðhalda arfleifð Kim ættar innar . Hann var ekki orðinn þrítugur . Á unglings­ árum var hann sendur í mennta skóla í Bern í Sviss þar sem hann var sagður sonur venju­ legs sendifulltrúa við sendiráð Norður­ Kóreu . Hann var þriðji viðurkenndi sonur Barbara Demick Trúin á lífið heldur okkur gangandi! Hvað er að gerast í Norður­Kóreu? — Úr nýjum eftirmála 2 . útgáfu bókarinnar Engan þarf að öfunda

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.