Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 82

Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 82
 Þjóðmál haust 2013 81 aðsetur herstjórans á eynni, en Valdimar eignast einn búgarðinn uppi á fjalli . Hann heldur áfram ræktun og veiðum til að hafa ofan í sig og á . Þegar stríðið skellur á, vilja Bandaríkjamenn styrkja varnir sínar við Panamaskurð og fá land frá Ekvador undir herstöð á einni eynni í klasanum, Baltra (sem Bretar kalla Seymor), og er þaðan um átta klukkutíma sigling til Santa Cruz . Þar leggja þeir flugvöll . Bandarísku hermennirnir kaupa landbúnaðarafurðir eyjarskeggja og gefa fyrir skotfæri, fatnað, hveiti, sápu, steinolíu og aðra vöru . Valdimar hagnast dável á þessum vöruskiptum og lætur reisa sér lítið hús . Fær hann Norðmann, sem hann er kunnugur, Sigurd Graffer, til verksins . Húsið er gert úr svörtum hraunhellum með steypu á milli og stendur við svokallaða Pelíkanvík, og við það skiptast á kóralrif og hraun, en sundeðlur, loðselir og önnur dýr spígspora þar um eins og húsdýr og hegrar fljúga inn og út . Forystumaður fámennrar byggðar Þegar Jón Sigurðsson frá Alviðru hittir Valdi mar Friðfinnsson vorið 1944, er hann orðinn einn helsti forystumaður fá­ mennrar byggðar á Santa Cruz, kennir börnunum á eyjunni, er túlkur og leið­ sögumaður aðkomumanna og bregður sér líka stundum í hlutverk hafnsögumanns og jafnvel lögreglustjóra . Hann kærir sig hins vegar ekki um að segja full deili á sér og eyðir því tali . Árið 1944 finnur Valdimar hjá sér hvöt til að skrifa stutta frásögn af barónsfrúnni og hinum dularfullu viðburðum á Floreana röskum tíu árum áður . Sést af handritinu, að hann er maður prýðilega ritfær á ensku, orðskár og veraldarvanur, en hefur enga sérstaka ást á mannkyninu, svo sem títt er um einsetumenn . En hann er saddur lífdaga og bíður dauðans með ró . Nágrannar hans finna hann á ströndinni 7 . apríl 1945 . Þar liggur hann og hefur fengið hjartaslag . Hinn kunni franski sakamálarithöf­ undur Georges Simenon, sem kom við á Galápagos­eyjum í hnattferð 1934–1935, studdist við viðburðina á Floreana­ey í skáldsögunni Ceux de la soif, sem kom út 1938 . Titillinn, sem merkir helst „Hinir þyrstu“, vísar til Jesaja: „Komið út með vatn á móti hinum þyrstu .“53 Gerð var sjónvarpsmynd í Frakklandi 1989 eftir sögu Simenons . Einnig hefur verið gerð bandarísk heim ildar mynd um tannlækninn Ritter og dular fullu barónsfrúna .54 Hin einmanalega og þó viðburðaríka ævi Valdimars Friðfinns so nar væri ekki síður efni í heimildar skáld sögu eða heimildarmynd . Og einkenni legt er til þess að vita, ef bóndasonur úr Skaga firði hefur borið beinin á þessum álagaeyjum við miðbaug, innan um loðseli, sundeðlur og risaskjaldbökur . Tilvísanir 1 Darwin, Charles, 1859 . On the Origin of Species by Means of Natural Selection . London: J . Murray . 2 Hartwell, Max, 1995 . A History of the Mont Pelerin Society . Indianapolis, IN: Liberty Fund . Tvær aðrar bækur að minnsta kosti hafa komið út nýlega um Mont Pèlerin­samtökin og áhrif þeirra: Burgin, Angus, 2012 . The Great Persuasion: Reinventing Free Markets since the Depression . Cambridge, MA: Harvard University Press; Mirowski, Peter, og Plehwe, Dieter (ritstj .), 2009 . The Road from Mont Pelerin: The Making of the Neoliberal Thought Collective . Cambridge, MA: Harvard University Press . 3 Sbr . Jón Már Halldórsson, 2003 . „Getið þið sagt mér allt um finkur?“ Vísindavefurinn 19 . nóvember . Sjá http://visindavefur .is/?id=3874 [sótt 8 .7 .2013] . 4 Smith, Adam, 1997/1776 . Rannsókn á eðli og orsökum auðlegðar þjóðanna, I .–III . b . Inngangur e . Hannes H . Gissurarson, Þorbergur Þórsson þýddi . Reykjavík: Bókafélagið; Hume, David, 1972 . Samræður um trúarbrögðin . Inngangur e . Pál S . Árdal, Gunnar Ragnarsson þýddi . Reykjavík: Hið íslenska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.