Þjóðmál - 01.09.2013, Page 82

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 82
 Þjóðmál haust 2013 81 aðsetur herstjórans á eynni, en Valdimar eignast einn búgarðinn uppi á fjalli . Hann heldur áfram ræktun og veiðum til að hafa ofan í sig og á . Þegar stríðið skellur á, vilja Bandaríkjamenn styrkja varnir sínar við Panamaskurð og fá land frá Ekvador undir herstöð á einni eynni í klasanum, Baltra (sem Bretar kalla Seymor), og er þaðan um átta klukkutíma sigling til Santa Cruz . Þar leggja þeir flugvöll . Bandarísku hermennirnir kaupa landbúnaðarafurðir eyjarskeggja og gefa fyrir skotfæri, fatnað, hveiti, sápu, steinolíu og aðra vöru . Valdimar hagnast dável á þessum vöruskiptum og lætur reisa sér lítið hús . Fær hann Norðmann, sem hann er kunnugur, Sigurd Graffer, til verksins . Húsið er gert úr svörtum hraunhellum með steypu á milli og stendur við svokallaða Pelíkanvík, og við það skiptast á kóralrif og hraun, en sundeðlur, loðselir og önnur dýr spígspora þar um eins og húsdýr og hegrar fljúga inn og út . Forystumaður fámennrar byggðar Þegar Jón Sigurðsson frá Alviðru hittir Valdi mar Friðfinnsson vorið 1944, er hann orðinn einn helsti forystumaður fá­ mennrar byggðar á Santa Cruz, kennir börnunum á eyjunni, er túlkur og leið­ sögumaður aðkomumanna og bregður sér líka stundum í hlutverk hafnsögumanns og jafnvel lögreglustjóra . Hann kærir sig hins vegar ekki um að segja full deili á sér og eyðir því tali . Árið 1944 finnur Valdimar hjá sér hvöt til að skrifa stutta frásögn af barónsfrúnni og hinum dularfullu viðburðum á Floreana röskum tíu árum áður . Sést af handritinu, að hann er maður prýðilega ritfær á ensku, orðskár og veraldarvanur, en hefur enga sérstaka ást á mannkyninu, svo sem títt er um einsetumenn . En hann er saddur lífdaga og bíður dauðans með ró . Nágrannar hans finna hann á ströndinni 7 . apríl 1945 . Þar liggur hann og hefur fengið hjartaslag . Hinn kunni franski sakamálarithöf­ undur Georges Simenon, sem kom við á Galápagos­eyjum í hnattferð 1934–1935, studdist við viðburðina á Floreana­ey í skáldsögunni Ceux de la soif, sem kom út 1938 . Titillinn, sem merkir helst „Hinir þyrstu“, vísar til Jesaja: „Komið út með vatn á móti hinum þyrstu .“53 Gerð var sjónvarpsmynd í Frakklandi 1989 eftir sögu Simenons . Einnig hefur verið gerð bandarísk heim ildar mynd um tannlækninn Ritter og dular fullu barónsfrúna .54 Hin einmanalega og þó viðburðaríka ævi Valdimars Friðfinns so nar væri ekki síður efni í heimildar skáld sögu eða heimildarmynd . Og einkenni legt er til þess að vita, ef bóndasonur úr Skaga firði hefur borið beinin á þessum álagaeyjum við miðbaug, innan um loðseli, sundeðlur og risaskjaldbökur . Tilvísanir 1 Darwin, Charles, 1859 . On the Origin of Species by Means of Natural Selection . London: J . Murray . 2 Hartwell, Max, 1995 . A History of the Mont Pelerin Society . Indianapolis, IN: Liberty Fund . Tvær aðrar bækur að minnsta kosti hafa komið út nýlega um Mont Pèlerin­samtökin og áhrif þeirra: Burgin, Angus, 2012 . The Great Persuasion: Reinventing Free Markets since the Depression . Cambridge, MA: Harvard University Press; Mirowski, Peter, og Plehwe, Dieter (ritstj .), 2009 . The Road from Mont Pelerin: The Making of the Neoliberal Thought Collective . Cambridge, MA: Harvard University Press . 3 Sbr . Jón Már Halldórsson, 2003 . „Getið þið sagt mér allt um finkur?“ Vísindavefurinn 19 . nóvember . Sjá http://visindavefur .is/?id=3874 [sótt 8 .7 .2013] . 4 Smith, Adam, 1997/1776 . Rannsókn á eðli og orsökum auðlegðar þjóðanna, I .–III . b . Inngangur e . Hannes H . Gissurarson, Þorbergur Þórsson þýddi . Reykjavík: Bókafélagið; Hume, David, 1972 . Samræður um trúarbrögðin . Inngangur e . Pál S . Árdal, Gunnar Ragnarsson þýddi . Reykjavík: Hið íslenska

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.