Þjóðmál - 01.09.2013, Side 94

Þjóðmál - 01.09.2013, Side 94
 Þjóðmál haust 2013 93 úrræða innan lands . Í skjóli hrunsins var ráðist til atlögu við skattkerfi sem reynst hafði vel um langt árabil og því kollvarpað . Eftir að hafa sigrað í þingkosningum 25 . apríl 2009 hóf ríkisstjórnin að undirbúa aðild að ESB á markvissan hátt, umsóknin var samþykkt 16 . júlí 2009 og látið í veðri vaka að innan 18 mánaða mundu Íslendingar greiða þjóðaratkvæði um hvort þeir settu sig við niðurstöðu viðræðna við ESB eða ekki . Ríkisstjórnin hafði engan áhuga á að losa um gjaldeyrishöftin . Vinstri­grænir litu á þau sem tæki til að hlutast til um fyrirtækjarekstur í landinu en Sam fylkingin sagði að ekki yrði unnt að losna við höftin nema með því að ganga í ESB og taka upp evru . Undir forystu þessarar sósíalísku ríkis­ stjórnar var hafist handa við endur skipu­ leggja fjármálakerfið í landinu og gera upp fyrirtæki sem urðu illa úti vegna hruns þess haustið 2008 . Þessu starfi er lýst í bókinni: Ísland ehf. — Auðmenn og áhrif eftir hrun eftir blaðamennina Magnús Halldórsson og Þórð Snæ Júlíusson . Aftan á bókarkápu er þessari spurningu slegið fram: Hverjir eignast Ísland? Þar segir einnig: Fimm árum eftir efnahagshrunið er þjóð in enn að takast á við áfallið sem því fylgdi . Ólgandi reiði almennings og efa semdir um grunnstoðir samfélagsins hafa verið mál málanna . En undir niðri á sér stað hljóðlátari hernaður sem erfið­ ara er að henda reiður á: Tekist er á um auð legð þjóðarinnar, auðlindir og fram­ tíðar möguleika, og aðalhlutverkin leika við skipta blokkir sem flestar höfðu tögl og hagld ir í efnahagslífinu fyrir hrun en jafn framt erlendir vogunarsjóðir og hræ­ gammar . En hvaðan koma fjár munirnir sem notaðir eru til að kaupa eignir þrota­ búanna? Og hverjir verða eig endur Íslands þegar „gjörningaveðrinu“ slotar? Undir mynd af höfundum á baksíðu bókarinnar stendur að þeir flétti „saman ótal þræði og veit[i] þannig innsýn í ískyggilega atburðarás sem snertir þjóðina alla“ . Sé bókin lesin með þessa kynningu á henni að leiðarljósi verður lesandinn fyrir vonbrigðum . Höfundar flétta vissulega saman marga þræði og hafa gott vald á að lesa úr skýrslum og hvers kyns gögnum með tölulegum upplýsingum og setja þetta fram í snyrtilegum texta en það vantar matið, ábendingar um hvert þetta allt stefni . Hver er hin „ískyggilega atburðarás“? Hver hefur stjórnað henni? Hvernig á að stöðva hana? Lítið er um svör við þessum spurningum í bókinni og er það megingalli hennar . Að menn velti fyrir sér hverjir eigi Ísland er ekki nýtt . Jón Baldvin Hannibalsson, þáv . formaður Alþýðuflokksins, háði á sínum tíma stjórnmálabaráttu undir slagorðinu Hverjir eiga Ísland? og sópaði ekki að sér fjölda fylgi . Spurningunni er ekki unnt að svara . Hún er ekki heldur sett fram í þeim tilgangi að henni sé svarað á einhlítan hátt heldur er tilgangurinn að ýta undir þá skoðun að „eigendur“ Íslands séu þeir auðmenn sem eru helst milli tannanna á fólki hverju sinni . Spurningin ber í sér snert af lýðskrumi og henni fylgja jafnan fullyrðingar um H öfundar flétta vissulega saman marga þræði og hafa gott vald á að lesa úr skýrslum og hvers kyns gögnum með tölulegum upplýsingum og setja þetta fram í snyrtilegum texta en það vantar matið, ábendingar um hvert þetta allt stefni . Hver er hin „ískyggilega atburðarás“? Hver hefur stjórnað henni? Hvernig á að stöðva hana?

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.