Þjóðmál - 01.09.2013, Page 36

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 36
 Þjóðmál haust 2013 35 anna Loftleiðum lendingarréttindi í New York og Chicago . Leyfið var í fyrstunni ein ung is bundið við Skymastervél og mátti hún fljúga allt að sex ferðum á mánuði vestur um haf . Um tíma stóð á yfir lýs ingu frá ríkisstjórn Íslands um að það væri vilji hennar að Loftleiðir fengju þetta leyfi . Í ævisögu Alfreðs Elíassonar segir svo: Að fengnu áliti Agnars Kofoed­Hansens, for­ manns Flugráðs, var . . . [slík yfirlýsing gefin út] og Loft leiðir fengu leyfið . Það var almenn­ ur skiln ingur manna í þennan tíma, að forysta Flugfélags Íslands hefði ekki áhuga á að sækjast eftir rétt indum til Banda ríkja flugs og þess vegna lagðist Agnar á sveif með okkur . En það var líka skiln ingur flestra að hvorugt íslenska flug félagið mundi hafa bolmagn til þess næstu árin að hefja Bandaríkjaflug . Þess vegna munu Flug félagsmenn hafa orðið æfir af reiði, þegar þeir fréttu að „strák arnir“, eins og þeir kölluðu okkur, voru komnir með leyfið uppá vasann, — en tveir helstu forsvarsmenn Flugfélagsins, báðir Flugráðsmenn, munu hafa verið veður tepptir austur á Egilsstöðum, þegar stjórn völd samþykktu að mæla með Loft leiðum til Bandaríkjaflugsins! Íendaðan ágúst 1948 fór Geysir í fyrstu áætlunarferðina vestur um haf, full­ skipaður farþegum . Þetta var fyrsta íslenska póstflugið til Bandaríkjanna . Koma Geysis vakti allmikla athygli í New York . Þar var þá hitabylgja, hitinn var um 40 stig í forsælu og fannst bandarískum fréttamönnum það skemmtilegt frásagnarefni að fólk af Íslandi væri komið í hitabylgjuna . Sagt var frá komu Geysis til New York í öllum helstu fjölmiðlum og tekin viðtöl við farþegana . Sigurður Magnússon blaðafulltrúi Loft­ leiða skrifaði alllanga frásögn um þessa flugferð Geysis og birtist hún síðar í bók hans, Vegur var yfir . Þar komst hann meðal annars svo að orði: Klukkan er rúmlega 9 að kvöldi 25 . ágúst 1948 . Ég sit í aftasta sæti, stjórnborðsmegin í ís­ lenzku Skymasterflugvélinni Geysi, en hún er nú á einum brautarenda Reykjavíkur flug­ vallarins, búin til ferðar vestur um haf . Nú þyngja hreyflarnir átökin . Við rennum af stað eftir flugbrautinni . Við fljúgum . Nú er klukkan 10 mínútur gengin í 10 . Fyrsta íslenzka áætlunarflugið til Ameríku er hafið . Fyrsta alíslenzka áhöfnin flýgur nú milli­ landaflugvél vestur yfir haf . . . Einhvern tíma verður þetta talinn merkis­ dagur í sögu íslenzkra samgöngumála . Þess vegna vil ég varðveita minningu hans . . . Við stýrið fremst, bakborðsmegin, situr flug stjórinn, Alfreð Elíasson . Hann hefur fal ið sjálfvirku stýritækjunum stjórnina, en fylgist þó vandlega með öllum þeim marg­ brotnu mælitækjum, sem gefa til kynna hæð okkar, hraða og stefnu . Þær eru nú orðnar rúm lega 100 ferðirnar, sem Alfreð er búinn að fljúga yfir Atlantshafið, svo að hann er hér á gamalkunnum slóðum . Við hitt stýrið, stjórnborðsmegin, situr Kristinn Olsen, og er hann aðstoðarflugmaður í þessari för . Hinar breiðu herðar hans og örugg tök valda því, að mér þykir sem hann myndi ekki síður sóma sér á stjórnpalli hafskips en við stýri flug vélar . Enginn Íslendingur hefur verið jafn lengi á flugi og hann, rúmlega 4 þúsund klukku stundir . Nú tekur hann lífinu létt, A lantshafsflug Loftleiða byggðist á loft ferðasamningi Íslands og Banda ríkj anna frá 1945 . . . Það er dálítið kaldhæðnislegt að hugsa til þess að íslensk flugmálayfirvöld skyldu á sínum tíma amast við þessum loftferðasamningi og krefjast þess að honum yrði sagt upp .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.