Þjóðmál - 01.09.2013, Qupperneq 36

Þjóðmál - 01.09.2013, Qupperneq 36
 Þjóðmál haust 2013 35 anna Loftleiðum lendingarréttindi í New York og Chicago . Leyfið var í fyrstunni ein ung is bundið við Skymastervél og mátti hún fljúga allt að sex ferðum á mánuði vestur um haf . Um tíma stóð á yfir lýs ingu frá ríkisstjórn Íslands um að það væri vilji hennar að Loftleiðir fengju þetta leyfi . Í ævisögu Alfreðs Elíassonar segir svo: Að fengnu áliti Agnars Kofoed­Hansens, for­ manns Flugráðs, var . . . [slík yfirlýsing gefin út] og Loft leiðir fengu leyfið . Það var almenn­ ur skiln ingur manna í þennan tíma, að forysta Flugfélags Íslands hefði ekki áhuga á að sækjast eftir rétt indum til Banda ríkja flugs og þess vegna lagðist Agnar á sveif með okkur . En það var líka skiln ingur flestra að hvorugt íslenska flug félagið mundi hafa bolmagn til þess næstu árin að hefja Bandaríkjaflug . Þess vegna munu Flug félagsmenn hafa orðið æfir af reiði, þegar þeir fréttu að „strák arnir“, eins og þeir kölluðu okkur, voru komnir með leyfið uppá vasann, — en tveir helstu forsvarsmenn Flugfélagsins, báðir Flugráðsmenn, munu hafa verið veður tepptir austur á Egilsstöðum, þegar stjórn völd samþykktu að mæla með Loft leiðum til Bandaríkjaflugsins! Íendaðan ágúst 1948 fór Geysir í fyrstu áætlunarferðina vestur um haf, full­ skipaður farþegum . Þetta var fyrsta íslenska póstflugið til Bandaríkjanna . Koma Geysis vakti allmikla athygli í New York . Þar var þá hitabylgja, hitinn var um 40 stig í forsælu og fannst bandarískum fréttamönnum það skemmtilegt frásagnarefni að fólk af Íslandi væri komið í hitabylgjuna . Sagt var frá komu Geysis til New York í öllum helstu fjölmiðlum og tekin viðtöl við farþegana . Sigurður Magnússon blaðafulltrúi Loft­ leiða skrifaði alllanga frásögn um þessa flugferð Geysis og birtist hún síðar í bók hans, Vegur var yfir . Þar komst hann meðal annars svo að orði: Klukkan er rúmlega 9 að kvöldi 25 . ágúst 1948 . Ég sit í aftasta sæti, stjórnborðsmegin í ís­ lenzku Skymasterflugvélinni Geysi, en hún er nú á einum brautarenda Reykjavíkur flug­ vallarins, búin til ferðar vestur um haf . Nú þyngja hreyflarnir átökin . Við rennum af stað eftir flugbrautinni . Við fljúgum . Nú er klukkan 10 mínútur gengin í 10 . Fyrsta íslenzka áætlunarflugið til Ameríku er hafið . Fyrsta alíslenzka áhöfnin flýgur nú milli­ landaflugvél vestur yfir haf . . . Einhvern tíma verður þetta talinn merkis­ dagur í sögu íslenzkra samgöngumála . Þess vegna vil ég varðveita minningu hans . . . Við stýrið fremst, bakborðsmegin, situr flug stjórinn, Alfreð Elíasson . Hann hefur fal ið sjálfvirku stýritækjunum stjórnina, en fylgist þó vandlega með öllum þeim marg­ brotnu mælitækjum, sem gefa til kynna hæð okkar, hraða og stefnu . Þær eru nú orðnar rúm lega 100 ferðirnar, sem Alfreð er búinn að fljúga yfir Atlantshafið, svo að hann er hér á gamalkunnum slóðum . Við hitt stýrið, stjórnborðsmegin, situr Kristinn Olsen, og er hann aðstoðarflugmaður í þessari för . Hinar breiðu herðar hans og örugg tök valda því, að mér þykir sem hann myndi ekki síður sóma sér á stjórnpalli hafskips en við stýri flug vélar . Enginn Íslendingur hefur verið jafn lengi á flugi og hann, rúmlega 4 þúsund klukku stundir . Nú tekur hann lífinu létt, A lantshafsflug Loftleiða byggðist á loft ferðasamningi Íslands og Banda ríkj anna frá 1945 . . . Það er dálítið kaldhæðnislegt að hugsa til þess að íslensk flugmálayfirvöld skyldu á sínum tíma amast við þessum loftferðasamningi og krefjast þess að honum yrði sagt upp .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.