Þjóðmál - 01.09.2013, Page 80

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 80
 Þjóðmál haust 2013 79 vel með stjórnmálabaráttunni í Ekvador . Segir hann stóreygum grönnum sínum frá ættjörðinni norður í hafi, landi elds og ísa, Eddukvæða og Íslendingasagna . Jafnframt fylgist Valdimar með tíðindum af nálægri ey, Floreana . Þangað rekur á land kynlega kvisti . Árið 1929 höfðu sest þar að þýsk skötuhjú, Friedrich Ritter og Dore Strauch . Ritter hafði verið tannlæknir í Berlín, og sagðist hann vera grænmetisæta og náttúruunnandi . Hafði hann skilið við konu sína og tekið saman við Strauch, sem hafði verið til lækninga hjá honum . Fyrir förina til Galápagos­eyja létu Ritter og Strauch bæði taka úr sér allar tennur og setja í sig stáltennur, skrifar Valdimar . Þau eru nektardýrkendur, sem ganga jafnan um allsnakin, nema þegar gestir koma . Ritter lætur sér vaxa sítt hár, sem hann tekur saman í tagl . Þegar honum sinnast við lagskonu sína, lætur hann höggin dynja á henni . Hún er óásjáleg og daufgerð, þykir Valdimar . Lofsamlegar frásagnir birtast hins vegar í erlendum blöðum af þessum þýska Róbinson Krúsó nútímans . Skötuhjúunum er jafnvel stundum líkt við Adam og Evu . Árið 1932 setjast þýsk hjón að á eynni, Heinz og Margret Wittmer, og eru þau að flýja skarkala heimsins . Þau gefa sig lítt að öðrum innflytjendum . Seinna sama ár birtist þar einkennileg þrenning, kona, sem kallar sig barónsfrú Eloïse Wehrborn de Wagner­Bosquet og segist vera austurrísk, ásamt tveimur ástmönnum sínum, Rudolf Lorenz og Robert Philippson . Þeim fylgir húskarl frá Ekvador, og bætast síðar fleiri í hópinn . Barónessan hafði að sögn rekið verslun í París, en lent í erfiðleikum . Hún sest að í stóru timburhúsi á eynni, sem norskir innflytjendur höfðu skilið eftir autt, þegar þeir sneru heim, en segist hafa í hyggju að reisa stórt gistihús, sem ætlað sé auðugum ferðalöngum . Við komuna til Floreana tilkynnir barónsfrúin, að hún leggi eyna undir sig og taki sér drottningartitil yfir henni . Vekur þetta óskipta athygli blaða í Ekvador og víðar . Barónsfrúin bannar íbúum annarra eyja að stunda veiðar á Floreana . Þegar einn vinur Valdimars á Santa Cruz hefur bannið að engu, hótar hún að skjóta hann . Valdimar fer út í Floreana til að kanna málið . Hann kemur þangað einn daginn klukkan fimm síðdegis og býr um sig á ströndinni . Þegar tveir húskarlar baróns frúarinnar koma að honum hinir illúðlegustu klukkan ellefu um kvöldið, sér hann þá vel í tunglskininu . Hann sprettur upp með skammbyssu í hendi . Húskarlar spyrja hann, hvort hann viti ekki, að bannað sé að fara út í eyna . Valdimar svarar því til, að ferðir sínar komi engum við nema honum sjálfum, veifar skammbyssunni og segir þeim að hypja sig, og gera þeir það . Þegar Valdimar vaknar morguninn eftir, stendur barónessan yfir honum með stóra skammbyssu girta í silkiklæði sín . Hún gerir honum þó ekki mein, heldur er hin blíðlegasta og segir honum sögur af hirðlífi í Evrópu . Kveður hún móður sína hafa verið Þ egar Valdimar vaknar morguninn eftir, stendur barónessan yfir honum með stóra skammbyssu girta í silkiklæði sín . Hún gerir honum þó ekki mein, heldur er hin vingjarnlegasta og segir honum sögur af hirðlífi í Evrópu . Kveður hún móður sína hafa verið hirðmey í Austurríki keisarans . Hún segist hins vegar sjálf hafa yndi af að draga fólk á asnaeyrunum .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.