Þjóðmál - 01.09.2013, Qupperneq 80

Þjóðmál - 01.09.2013, Qupperneq 80
 Þjóðmál haust 2013 79 vel með stjórnmálabaráttunni í Ekvador . Segir hann stóreygum grönnum sínum frá ættjörðinni norður í hafi, landi elds og ísa, Eddukvæða og Íslendingasagna . Jafnframt fylgist Valdimar með tíðindum af nálægri ey, Floreana . Þangað rekur á land kynlega kvisti . Árið 1929 höfðu sest þar að þýsk skötuhjú, Friedrich Ritter og Dore Strauch . Ritter hafði verið tannlæknir í Berlín, og sagðist hann vera grænmetisæta og náttúruunnandi . Hafði hann skilið við konu sína og tekið saman við Strauch, sem hafði verið til lækninga hjá honum . Fyrir förina til Galápagos­eyja létu Ritter og Strauch bæði taka úr sér allar tennur og setja í sig stáltennur, skrifar Valdimar . Þau eru nektardýrkendur, sem ganga jafnan um allsnakin, nema þegar gestir koma . Ritter lætur sér vaxa sítt hár, sem hann tekur saman í tagl . Þegar honum sinnast við lagskonu sína, lætur hann höggin dynja á henni . Hún er óásjáleg og daufgerð, þykir Valdimar . Lofsamlegar frásagnir birtast hins vegar í erlendum blöðum af þessum þýska Róbinson Krúsó nútímans . Skötuhjúunum er jafnvel stundum líkt við Adam og Evu . Árið 1932 setjast þýsk hjón að á eynni, Heinz og Margret Wittmer, og eru þau að flýja skarkala heimsins . Þau gefa sig lítt að öðrum innflytjendum . Seinna sama ár birtist þar einkennileg þrenning, kona, sem kallar sig barónsfrú Eloïse Wehrborn de Wagner­Bosquet og segist vera austurrísk, ásamt tveimur ástmönnum sínum, Rudolf Lorenz og Robert Philippson . Þeim fylgir húskarl frá Ekvador, og bætast síðar fleiri í hópinn . Barónessan hafði að sögn rekið verslun í París, en lent í erfiðleikum . Hún sest að í stóru timburhúsi á eynni, sem norskir innflytjendur höfðu skilið eftir autt, þegar þeir sneru heim, en segist hafa í hyggju að reisa stórt gistihús, sem ætlað sé auðugum ferðalöngum . Við komuna til Floreana tilkynnir barónsfrúin, að hún leggi eyna undir sig og taki sér drottningartitil yfir henni . Vekur þetta óskipta athygli blaða í Ekvador og víðar . Barónsfrúin bannar íbúum annarra eyja að stunda veiðar á Floreana . Þegar einn vinur Valdimars á Santa Cruz hefur bannið að engu, hótar hún að skjóta hann . Valdimar fer út í Floreana til að kanna málið . Hann kemur þangað einn daginn klukkan fimm síðdegis og býr um sig á ströndinni . Þegar tveir húskarlar baróns frúarinnar koma að honum hinir illúðlegustu klukkan ellefu um kvöldið, sér hann þá vel í tunglskininu . Hann sprettur upp með skammbyssu í hendi . Húskarlar spyrja hann, hvort hann viti ekki, að bannað sé að fara út í eyna . Valdimar svarar því til, að ferðir sínar komi engum við nema honum sjálfum, veifar skammbyssunni og segir þeim að hypja sig, og gera þeir það . Þegar Valdimar vaknar morguninn eftir, stendur barónessan yfir honum með stóra skammbyssu girta í silkiklæði sín . Hún gerir honum þó ekki mein, heldur er hin blíðlegasta og segir honum sögur af hirðlífi í Evrópu . Kveður hún móður sína hafa verið Þ egar Valdimar vaknar morguninn eftir, stendur barónessan yfir honum með stóra skammbyssu girta í silkiklæði sín . Hún gerir honum þó ekki mein, heldur er hin vingjarnlegasta og segir honum sögur af hirðlífi í Evrópu . Kveður hún móður sína hafa verið hirðmey í Austurríki keisarans . Hún segist hins vegar sjálf hafa yndi af að draga fólk á asnaeyrunum .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.