Þjóðmál - 01.09.2013, Page 42

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 42
 Þjóðmál haust 2013 41 að því að við höfum smám saman tekið að sjá okkur sem þjóð í örlítið öðru ljósi og í örlítið öðru samhengi en áður . Er þá annars vegar um að ræða áhrif vegna djúpstæðrar þróunar eða tiltekinna at burða sem markað hafa skörp skil í tímans rás . Nú er ég ekki heima í „ímyndar“­fræð­um nútímans en ætli sé ekki fá dæmi að því sé haldið fram í fullri alvöru að leiða­ kerfi í áætlunarflugi hafi breytt sjálfs mynd heillar þjóðar?! En sé það svo að leiðakerfi í áætlunarflugi hafi í raun og veru leitt til breytinga á skiln­ ingi íslensku þjóðarinnar á sjálfri sér þá er það leiðakerfi Loftleiða, en ekki Icelandair, sem á heiðurinn af því . Leiðakerfi Icelandair árið 1987 var nefni­ lega ekki nýtt af nálinni . Það var í eðli sínu ná kvæm lega sama leiðakerfi og Loftleiðir kynntu til sögunnar fyrir 60 árum og byggir á þeirri hugmynd að fljúga með farþega milli Evrópu og Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi . Þótt Loftleiðir neyddust til að beina flest­ um farþegum sínum til Lúxemborgar vegna þvingunaraðgerða IATA bauð félagið einnig upp á flug til helstu borga Evrópu, svo sem höfuðborga Norðurlanda, Lundúna, Glasgow, Parísar og Hamborgar . Árið 1970 fluttu Loftleiðir nærri 300 .000 farþega yfir Atlantshaf, en þá hafði félagið sem fyrr segir um 3,8% hlutdeild í Atlants­ hafs fluginu . Hlutdeild Icelandair í At lants­ hafsfluginu nær hins vegar ekki 1%, þrátt fyrir aukningu í fjölda farþega . Loftleiðir lögðu grunn að uppbyggingu ferðaþjónustu í landinu með hinni rómuðu Stopoveráætlun sinni þar sem farþegum í Atlantshafsfluginu gafst kostur á að verja nokkrum dögum á Íslandi á leið sinni yfir hafið . Til að þjóna miklum straumi ferða­ manna byggðu Loftleiðamenn stórt hótel og settu á fót bílaleigu, svo fátt eitt sé nefnt . Jafnframt opnaði hin víðtæka starfsemi Loft leiða Íslendingum nýja sýn út í hinn stóra heim . Þá er ekki ótrúlegt að landnám Loft leiða manna í Lúxemborg hafi haft nokkur áhrif á þjóðarsálina . Í kjölfar Lúxem­ borgar flugs ins, stofnunar Cargolux, flugs Air Bahama til Lúxemborgar og þátttöku Loft­ leiða manna í byggingu hótels við Findel­ flugvöll varð til fjölmenn Íslendinga ný lenda í Lúxem borg þar sem þúsundir Ís lend inga gátu sér gott orð við nám og störf . Það sæmir engum að skreyta sig með stolnum fjöðrum . Hvernig sem á það er litið er Atlantshafsflug Icelandair og fram ­ lag fyrirtækisins til uppbyggingar ferða­ þjónustu á Íslandi framhald af hinu víð ­ feðma frumkvöðulsstarfi Loftleiðamanna . Vonandi rennur upp sá dagur að Loft­ leiðamönnum verður sýndur sá sómi sem þeim ber . Alfreð Elíasson og félagar voru sannkallaðir afreksmenn . Með frumkvæði sínu, elju og fundvísi sköpuðu þeir ekki aðeins „stærsta ævintýrið á Íslandi“, eins og blöðin kölluðu það á sínum tíma, heldur breyttu „í veru leika draumsýn sem blundar í brjóstum okkar allra” eins og Jökull Jakobs­ son rithöf undur komst að orði . Þ að sæmir engum að skreytasig með stolnum fjöðrum . Hvernig sem á það er litið er Atlantshafsflug Icelandair og fram lag fyrirtækisins til upp­ bygg ingar ferðaþjón ustu á Íslandi framhald af hinu víð feðma frumkvöðulsstarfi Loftleiða manna .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.