Skólavarðan - 01.05.2015, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.05.2015, Blaðsíða 5
Undarleg vinnubrögð Hraðar breytingar og skortur á samráði virðast leiðarstefið í verkum Illuga síðustu misseri, sem og sú skoðun að engin ástæða sé til að bera breytingar á skólum og menntakerfinu undir sérfræðingana sem vinna í skólunum – kennarana sjálfa. Þetta gerir lítið úr bæði menntun og þekkingu stéttarinnar. Sú spurnig kviknar hvort aðrir ráðherrar kæmust upp með svipuð vinnubrögð. Gæti heilbrigðisráðherra gert grundvallarbreytingar á Landspítalanum án þess að ráðfæra sig við yfirmenn þar, lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra sérfræðinga? Hvað yrði sagt ef hann tilkynnti dag einn að endurhæfing á Grensás yrði stytt um fjórðung því það væri þjóðhagslega hagkvæmt að koma sjúklingunum fyrr en ella aftur út á vinnumarkaðinn? Kæmist innanríkisráðherra upp með að gera viðamiklar breytingar á vinnulagi lögreglumanna, saksóknara eða dómara með það að markmiði að ná fram sparnaði? Væri það látið ótalið ef sjávar- útvegsráðherra tilkynnti dag einn að stór undirstofnun hans yrði flutt milli landshluta á næstu mánuðum og allir starfsmenn með? Svarið blasir við. Að öllu þessu sögðu er rétt að taka fram að einstakir skólar og menntakerfið í heild eiga að þróast og taka breytingum. En það á ekki að gera til að tryggja að einstaka ráðherrar geti skap- að sér arfleifð eða minnisvarða. Því þegar núverandi ráðherra hættir tekur nýr við, með nýjar áherslur og knýjandi þörf fyrir að gera breytingar sem tekið verður eftir. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa til stjórnmálamanna að þeir vandi sig og geri breytingar þar sem þörf er á en ekki bara breytingar, breyting- anna vegna. LEIÐARI MAÍ 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.