Skólavarðan - 01.05.2015, Blaðsíða 73

Skólavarðan - 01.05.2015, Blaðsíða 73
Hvers vegna eTwinning? eTwinning er fyrst og fremst ný aðferð. eTwinning samstarfs- verkefni víkka sjóndeildarhring bæði nemenda og kennara og auka færni þeirra á ýmsa vegu. Kennarar nýta sér tæknina til að gera skólastarfið fjölbreyttara, skyggnast inn í evrópskar skóla- stofur og sjá hvað erlendir kennarar og nemendur eru að gera og kynnast menningu annarra landa. eTwinning er þannig góð leið fyrir kennara til að þróa sig í starfi og til þess að efla frum- kvæði og áræði nemenda. Auðveldlega má tengja verkefnin við margar námsgreinar (eins og eðlisfræði, stærðfræði, landafræði, lífsleikni, tungumál eða listkennslu, svo nokkuð sé nefnt). Í eTwinning er lögð áhersla á kennslufræði sem byggir á samvinnu og fjölbreyttum verkefnum. eTwinning er starfssam- félag þar sem þátttakendur miðla reynslu og þekkingu sín á milli í rafrænum samskiptum og í einföldum samstarfsverkefnum milli skóla. Þar fyrir utan getur þátttaka nemenda í þessu raf- ræna samtarfi aukið stafræna borgaravitund og tilfinningu fyrir fjölmenningu þar sem í flestum tilfellum er verið að vinna með erlendum skólum. Íslenskir skólar vinna til verðlauna Hægt er að sækja um að fá viðurkenningu fyrir góð verkefni bæði hér heima og í Evrópu. Stærsta viðurkenningin er veitt ár hvert á Evrópuverðlaunahátíð eTwinning. Hér hafa verkefni sem íslenskir skólar hafa tekið þátt í gert það gott, en á hverju ári eru yfir eitt hundrað verkefni skráð í keppnina. Eftirfarandi skólar hafa hlotið verðlaun: 2009: Leikskólinn Furugrund, Fjóla Þorvaldsdóttir: 1, 2 Buckle my Shoe: Önnur verðlaun í flokki tileinkuðum stærð- fræði og vísindum. 2010: Flataskóli, Kolbrún Svala Hjaltadóttir o.fl.: Schoolovision! Verðlaun í sérflokki um skapandi notkun upplýs- ingatækni. 2013: Grunnskóli Bolungarvíkur, Halldóra Dagný Svein- björnsdóttir, Soffía Vagnsdóttir o.fl.: BELL Business Economics
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.