Skólavarðan - 01.05.2015, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.05.2015, Blaðsíða 3
Um miðjan febrúar stóðu Kennarafélag Reykjavíkur, Félag skólastjórnenda í Reykjavík og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar fyrir Öskudagsráð- stefnu 2015. Meðal framsögumanna var Toby Salt sem er sérfræðingur hjá Ormiston Academies Trust í Bret- landi. Meginniðurstaða Salt var að stjórnmálamenn séu háðir breytingum. Í stað þess að hlúa að námi og kennurum vilji þeir stöðugt umbylta menntakerfinu. Mér hefur reglulega orðið hugsað til erindis Salt síðustu misseri þar sem ég hef fylgst með störfum og framgangi núverandi menntamálaráðherra, Illuga Gunnarssonar. Ég verð að viðurkenna að ég batt ákveðnar vonir við hinn nýja ráðherra þegar hann hóf störf. Hann talaði um að setja saman hvítbók þar sem fundnar yrðu leiðir til að bæta meðal annars læsi nemenda, minnka brottfall úr framhaldsskólum og styrkja faggreinanám. Í þessu ferli yrði haft ríkt samráð við hagsmunaaðila. Það hljómaði skynsamlega. En svo tók ráðherra til starfa. Miklar breytingar Ein niðurstaða hans er að spara í framhaldsskólum landsins með því að hætta að tryggja nemendum eldri en 25 ára skólavist. Sú ákvörðun ráðherrans var ekki rædd við hagsmunaaðila, heldur birtist fyrst í frumvarpi til fjárlaga 2015. Á Alþingi var málið því rætt samhliða umræðum um breytingar á virðisaukaskatti og tekju- stofn Ríkisútvarpsins, en ekki sem breyting á menntastefnu þjóðar- innar. Málið var í framhaldi keyrt í gegnum þingið – það þurfti jú að samþykkja fjárlög til að tryggja rekstur ríkissjóðs næsta árið. LEIÐARI MAÍ 2015 Aðalbjörn Sigurðsson ritstjóri Skólavörðunnar FURÐULEGT HÁTTALAG RÁÐHERRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.