Skólavarðan - 01.05.2015, Blaðsíða 79

Skólavarðan - 01.05.2015, Blaðsíða 79
finnst eða hvað það segir. En að sama skapi er ég MJÖG mikið á móti ofbeldi og hvers konar áróðri eða hvatningu til að stunda það. Mörgum finnst að það að tala um annað fólk sem annars flokks, óeðlilegt, eða guði illa þóknanlegt séu bara eins og allar aðrar skoðanir sem eigi þar með að lúta skoðanafrelsi og mál- frelsi. En þar vandast málið allverulega. Auðvitað getum við sem samfélag ekki stjórnað skoðunum fólks enda hafa rannsóknir í félagssálfræði sýnt að þær stjórnast gjarnan af tilfinningum sem ekkert samfélag á að geta stjórn- að. En þurfum við samt ekki sem samfélag að geta haft hemil á hatursfullri orðræðu sem slíkir fordómar bera vott um? Nú er ég ekki svo einföld að telja að til sé fólk sem er fordómalaust með öllu og þá síst af öllu ég. En fordómar þess eðlis að einhver sé óeðlilegur eða minna virði BARA af því að hann er fæddur á ákveðinn hátt sem hann sjálfur ræður ekki við eins og kyn- hneigð, þjóðerni, fötlun o.s.frv. eru að mínu viti stórhættulegar skoðanir. Ég geri mér fulla grein fyrir því að að það er ekki hægt að „banna“ slíkar skoðanir, en ef manneskja er tekin burt úr mannréttindaráði fyrir slíkt, er þá eðlilegt að manneskja með sams konar skoðanir kenni grunnskólabörnum? Seinast þegar ég vissi var það hluti af námskrá allra skóla- stiga að auka þroska nemandans og stuðla að því að hann læri að bera virðingu fyrir öllu fólki óháð þjóðerni, kynhneigð o.s.frv. auk þess sem mannréttindi eru ein af sjö grunnstoðum allra skólastiga. Getur kennari sem trúir því að ákveðin tegund af fólki sé óeðlilegt eða minna virði stuðlað að slíku með góðu móti? Fordómarnir sem hér um ræðir eru skoðanir sem leiða ósjálfrátt til mismununar og geta leitt til hatursáróðurs og þar með ofbeldis. Þess vegna er ég ekki hlynnt því að fólk sem fær að starfa í grunnskólum (eða öðrum menntastofnunum ef því er að skipta) geti opinberlega tjáð sig um slíka fordóma. Í pistilinum viðrar höfundur eigin skoðanir sem ekki eru endilega skoðanir Siðaráðs í heild. AÐSEND GREIN MAÍ 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.