Skólavarðan - 01.05.2015, Blaðsíða 62

Skólavarðan - 01.05.2015, Blaðsíða 62
Nemendur í Landakotsskóla efndu til Menn- ingarmóts í Borgarbókasafninu á alþjóð- legum degi menningarlegrar fjölbreytni 21. maí síðastliðinn. Sama dag var tilkynnt að Landakotsskóli væri formlega orðinn Menningarmótsskóli og einnig leikskólarnir Laugasól, Rofaborg, Hólaborg og Árborg og Ingunnarskóli og Háteigsskóli. Menningarmót hafa verið haldin í 25 skólum í Reykjavík síðustu árin og áhuginn vex jafnt og þétt. Verkefnið, sem er einnig þekkt undir nafninu „Fljúgandi teppi“, gengur í stuttu máli út á að varpa ljósi á styrkleika þeirra sem taka þátt og fjölbreytta menningarheima þeirra. Markmiðið er meðal annars að þátt- takendur geri sér ljóst að fjölbreytt menning, áhugasvið og ólík tungumál mynda mikilvægt menningarlegt litróf í samfélaginu og að nemendur, foreldrar og skólafólk komi saman í skapandi umhverfi og kynnist menningu og áhugamálum hvers annars. Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri Fjölmenningar í Borgarbókasafninu, er höfundur menningarmótsins og hefur haft veg og vanda af verkefninu frá upphafi – en frá árinu 2008 hafa verið haldin um 80 menningarmót í leik-, grunn- og fram- haldsskólum í Reykjavík. Háteigsskóli telst fyrsti formlegi „Menningarmótsskóli“ í Reykjavík en menningarmót hafa verið haldin í skólanum í sjö ár og sú hefð verið fest í sessi að halda alltaf Menningarmót í 5. bekk. Í Ingunnarskóla hafa verið haldin Menningarmót í öllum bekkjum skólans og ákveðið hefur verið að halda Menningarmót foreldra barna í öðrum bekk næsta vetur – í þeim tilgangi að efla og styrkja tengsl foreldra yngri barna. Meðal annarra skóla sem hafa haldið Menningarmót má nefna Ölduselsskóla, Fellaskóla, Austurbæjarskóla og Melaskóla. Menningarmótsverkefnið er afar fjölbreytt og hægt að sníða og útfæra það á ótal vegu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.