Skólavarðan - 01.05.2015, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.05.2015, Blaðsíða 9
Umræða um innflytjendur er ekki ný af nálinni í Danmörku. Þegar höfundur þessa pistils var í námi í Kaupmannahöfn fyrir þrjátíu og fimm árum var í fjölmiðlum talsvert fjallað um innflytjendur. Þá voru Tyrkir langstærsti innflytjendahópurinn en á árunum 1960 – 1973 fluttu þúsundir Tyrkja til Danmerkur. Fyrst voru það einkum karlmenn í atvinnuleit (þá var næga vinnu að fá), sem margir hverjir ílentust í landinu. Þeir sem voru giftir fyrir fengu konur og börn til sín, aðrir giftust og eign- uðust börn. Tyrkirnir stunduðu sína vinnu og voru þannig tannhjól í gangverki samfélagsins en þeir héldu sig gjarnan út af fyrir sig og umgengust fyrst og fremst aðra Tyrki, og aðlöguðust þannig ekki dönsku samfé- lagi nema að mjög takmörkuðu leyti. Þótt ýmsir lýstu áhyggjum vegna þessa breytti það engu. Í dag eru um 60 þúsund manns af tyrkneskum uppruna búsett í Danmörku, fjölmennastir innflytjenda, en alls eru tæplega ellefu prósent íbúa Dan- merkur af erlendum uppruna. Lærðu ekki af mistökunum Mogens Lykketoft, forseti danska þingsins og fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði fyrir nokkrum árum í viðtali við pistla- skrifara að þegar Tyrkirnir komu til landsins á sínum tíma hefðu menn talið heppilegt að þeir byggju á sama svæði, eða í sama hverfi. Hugsunin var sú að þeir myndu hjálpast að á meðan þeir væru að kynnast þjóðfélaginu. Þetta hefðu verið mistök, þeir hefðu nefnilega aldrei kynnst og aðlagast danska þjóðfélaginu en þess í stað myndað sitt eigið samfélag, nær eingöngu umgengist landa sína og til dæmis aldrei lært dönsku almennilega. Af þessu hefði átt að draga lærdóm en það hefði því miður ekki orðið. Um miðjan tíunda áratuginn kom mikill fjöldi erlendra ríkisborgara til Danmerkur og margra annarra Evrópulanda. Í þeim hópi var flóttafólk frá gömlu Júgóslavíu fjölmennast. Á allra síðustu árum hefur flóttafólk streymt til Danmerkur frá Líbanon, Sýrlandi, Írak og fleiri löndum. Allt á þetta fólk það Borgþór Arngrímsson skrifar um dönsk mennta- mál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.