Skólavarðan - 01.05.2015, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.05.2015, Blaðsíða 21
Stórutjarnaskóli hefur yfir að ráða. Nemendur læra að fara eftir þeim reglum sem gilda í skólanum almennt og þeir þjálfast í samskiptum við aðra á hinum ýmsu aldursstigum. Nemendur leikskólans kynnast því starfi sem bíður þeirra í grunnskóla og þeir læra að líta á Stórutjarnaskóla sem skólann sinn. Nemendur grunnskólans fá að sjálfsögðu einnig tækifæri til að halda tengsl- um við leikskólann. Hefð er fyrir því að fimm ára börnin sæki ákveðna tíma með 1. og 2. bekk, auk þess hópastarfs sem er í leikskólanum. Þetta eru íþróttir, sundaðlögun og útiskóli ásamt tónmennt, tölvu- fræði, heimilisfræði, smíðum, íslensku og stærðfræði eins og það heitir í stundaskrá grunnskólans. Yngri börnin eru í tónmennt og íþróttum. Ein af valgreinum 9. og 10. bekkjar er starf í leik- skóla, en þar kynnast nemendur og taka þátt í starfi leikskólans. Þess eru dæmi að fyrrum valgreinanemendur séu leikskóla- kennarar í dag. Hótel á sumrin Allir borða á sama tíma í matsal skólans, bæði börn og kennarar. Opnunartími er sá sami á báðum skólastigunum, bæði hvað varðar skólaárið og daglega viðveru. Er það m.a. vegna vegalengda á skólasvæðinu og þess að sum barnanna ferðast með skólabílum. Skólinn er nýttur undir rekstur Hótel Eddu á sumrin, og nú hefur tekist að koma leikskóladeildinni þannig fyrir í húsnæðinu að í sumar verður í fyrsta skipti hægt að hafa opið. Skólinn starfar undir merki Grænfánans. Í Grænfánastefn- unni er lögð rík áhersla á lýðheilsu í víðasta skilningi. Því hefur Stórutjarnaskóli gengið formlega í raðir heilsueflandi skóla, og er því með stefnumótun sem m.a. birtist í matseðlum mötuneyt- isins og starfi umhverfis- og lýðheilsunefndar skólans. Í henni sitja fulltrúar allra starfshópa í skólanum, fulltrúar nemenda (þ.m.t. fulltrúi úr leikskóla) og foreldra auk sveitarstjóra Þing- eyjarsveitar. Þá hefur skólinn sett sér umhverfis- og lýðheilsu- stefnu og sáttmála. Stórutjarnaskóli hefur undanfarin fimm ár haldið umhverfisþing sem eru öllum opin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.