Skólavarðan - 01.05.2015, Blaðsíða 80

Skólavarðan - 01.05.2015, Blaðsíða 80
MOLAR MAÍ 2015 ÓKEYPIS ÖRNÁMSKEIÐ Vefnámskeið þar sem fjallað er um og kennt á ýmis veftól til notkunar í námi og kennslu er að finna í ýmsu formi á vefnum. Ein leið er að sækja námskeið Richard Byrne en hann heldur reglulega örnám- skeið þar sem hann kynnir veftól af ýmsu tagi og er óspar á ráð og hugmyndir er kemur að notkun upplýsingatækni í kennslu. Námskeið Byrne eru ókeypis, þátttakendur koma alls staðar að og þau taka ekki langan tíma. Hægt er að nálgast þessi námskeið í vefkerfi sem kallast Training Viewer og einnig er fróðlegt að fylgjast með bloggi Richard Byrne. APPIÐ KANNTU SKYNDIHJÁLP? Rauði krossinn sendi fyrir nokkru frá sér skyndihjálp- arsmáforrit sem vert er að gefa gaum. Hægt er að nálgast allar helstu upplýs- ingar um skyndihjálp, prófa þekkingu sína og skoða myndbönd. Smáforritið er hannað fyrir iOs og Android og kostar ekkert að hlaða því niður. CHATTERPIX KIDS Handhægt smáforrit sem tekur enga stund að læra á. Börnin geta tekið ljósmyndir af fólki eða teikningum. Síðan er teiknaður munnur á þann sem er á teikningunni og talað inn á. Alls kyns skraut fylgir til að glæða myndina lífi en útkoman verður hreyfi- mynd með tali. Smáforritið er ókeypis. SPJALDTÖLVURÁÐSTEFNA VESTANHAFS Ráðstefnan iPad Summit Boston 2015 verður haldin 17. og 18. nóvember næstkom- andi. Þar verður upplýsinga- tækni í kennslu rædd frá öllum hliðum og til ráðstefnunnar mæta kennarar og kennslu- ráðgjafar sem eru leiðandi í faginu. Fjóla Þorvaldsóttir, sérkennari og sérfræðingur í upplýsingatækni, fjallar um ráðstefnuna á bloggsíðu sinni. Meðal fyrirlesara má nefna Kristen Wideen sem hefur kennt í leikskóla og upp í sjötta bekk. Wideen er hætt að kenna og einbeitir sér nú að fyrir- lestrahaldi. Hún heldur úti öflugu bloggi sem fróðlegt er að lesa. Annar áhugaverður fræðimaður er Kyle Pearce sem bloggar um stærðfræði og vísindi með notkun Ipad að leiðarljósi. Það er kostn- aðarsamt að sækja ráðstefnuna en þeir sem vilja fylgjast með úr fjarlægð ættu að skoða #ettipad á Twitter en þar deila aðstandendur ráð- stefnunnar ýmsum hugmynd- um og fróðleik. MYNDLISTARKENNSLAN FRÁ ÝMSUM HLIÐUM Kennarar koma saman í mörg- um skemmtilegum hópum á Facebook. Einn slíkur er hóp- ur myndlistarkennara og kall- ast einfaldlega Myndlistar- kennsla. Þar kennir ýmissa grasa, kennarar spjalla um praktískt mál kennslunnar og deila sniðugum hugmyndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.