Skólavarðan - 01.05.2015, Page 3

Skólavarðan - 01.05.2015, Page 3
Um miðjan febrúar stóðu Kennarafélag Reykjavíkur, Félag skólastjórnenda í Reykjavík og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar fyrir Öskudagsráð- stefnu 2015. Meðal framsögumanna var Toby Salt sem er sérfræðingur hjá Ormiston Academies Trust í Bret- landi. Meginniðurstaða Salt var að stjórnmálamenn séu háðir breytingum. Í stað þess að hlúa að námi og kennurum vilji þeir stöðugt umbylta menntakerfinu. Mér hefur reglulega orðið hugsað til erindis Salt síðustu misseri þar sem ég hef fylgst með störfum og framgangi núverandi menntamálaráðherra, Illuga Gunnarssonar. Ég verð að viðurkenna að ég batt ákveðnar vonir við hinn nýja ráðherra þegar hann hóf störf. Hann talaði um að setja saman hvítbók þar sem fundnar yrðu leiðir til að bæta meðal annars læsi nemenda, minnka brottfall úr framhaldsskólum og styrkja faggreinanám. Í þessu ferli yrði haft ríkt samráð við hagsmunaaðila. Það hljómaði skynsamlega. En svo tók ráðherra til starfa. Miklar breytingar Ein niðurstaða hans er að spara í framhaldsskólum landsins með því að hætta að tryggja nemendum eldri en 25 ára skólavist. Sú ákvörðun ráðherrans var ekki rædd við hagsmunaaðila, heldur birtist fyrst í frumvarpi til fjárlaga 2015. Á Alþingi var málið því rætt samhliða umræðum um breytingar á virðisaukaskatti og tekju- stofn Ríkisútvarpsins, en ekki sem breyting á menntastefnu þjóðar- innar. Málið var í framhaldi keyrt í gegnum þingið – það þurfti jú að samþykkja fjárlög til að tryggja rekstur ríkissjóðs næsta árið. LEIÐARI MAÍ 2015 Aðalbjörn Sigurðsson ritstjóri Skólavörðunnar FURÐULEGT HÁTTALAG RÁÐHERRA

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.