Skólavarðan - 01.05.2015, Page 73

Skólavarðan - 01.05.2015, Page 73
Hvers vegna eTwinning? eTwinning er fyrst og fremst ný aðferð. eTwinning samstarfs- verkefni víkka sjóndeildarhring bæði nemenda og kennara og auka færni þeirra á ýmsa vegu. Kennarar nýta sér tæknina til að gera skólastarfið fjölbreyttara, skyggnast inn í evrópskar skóla- stofur og sjá hvað erlendir kennarar og nemendur eru að gera og kynnast menningu annarra landa. eTwinning er þannig góð leið fyrir kennara til að þróa sig í starfi og til þess að efla frum- kvæði og áræði nemenda. Auðveldlega má tengja verkefnin við margar námsgreinar (eins og eðlisfræði, stærðfræði, landafræði, lífsleikni, tungumál eða listkennslu, svo nokkuð sé nefnt). Í eTwinning er lögð áhersla á kennslufræði sem byggir á samvinnu og fjölbreyttum verkefnum. eTwinning er starfssam- félag þar sem þátttakendur miðla reynslu og þekkingu sín á milli í rafrænum samskiptum og í einföldum samstarfsverkefnum milli skóla. Þar fyrir utan getur þátttaka nemenda í þessu raf- ræna samtarfi aukið stafræna borgaravitund og tilfinningu fyrir fjölmenningu þar sem í flestum tilfellum er verið að vinna með erlendum skólum. Íslenskir skólar vinna til verðlauna Hægt er að sækja um að fá viðurkenningu fyrir góð verkefni bæði hér heima og í Evrópu. Stærsta viðurkenningin er veitt ár hvert á Evrópuverðlaunahátíð eTwinning. Hér hafa verkefni sem íslenskir skólar hafa tekið þátt í gert það gott, en á hverju ári eru yfir eitt hundrað verkefni skráð í keppnina. Eftirfarandi skólar hafa hlotið verðlaun: 2009: Leikskólinn Furugrund, Fjóla Þorvaldsdóttir: 1, 2 Buckle my Shoe: Önnur verðlaun í flokki tileinkuðum stærð- fræði og vísindum. 2010: Flataskóli, Kolbrún Svala Hjaltadóttir o.fl.: Schoolovision! Verðlaun í sérflokki um skapandi notkun upplýs- ingatækni. 2013: Grunnskóli Bolungarvíkur, Halldóra Dagný Svein- björnsdóttir, Soffía Vagnsdóttir o.fl.: BELL Business Economics

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.