Gerðir kirkjuþings - 2010, Side 32

Gerðir kirkjuþings - 2010, Side 32
 32 boðandi trúarafl í þjóðlífinu. Til þess hefur hún andlegan styrk sem nærist í nánu samneyti við fólkið í landinu, í rúmhelgri önn dagsins og á helgum og hátíðum. Þjóðkirkjan hefur jafnframt efnalegan styrk til að gegna áfram forystuhlutverki í trúarlífi og trúariðkun Íslendinga. Sá efnalegi styrkur verður meðal annars sóttur í þau verðmæti sem til kirkjunnar höfðu safnast í rás aldanna og ríkið tók til sín í upphafi 20. aldar eins og staðfest var með lögfestu samkomulagi undir lok aldarinnar. Á móti tók ríkið á sig mikilsverðar skuldbindingar gagnvart kirkjunni til framtíðar – fjárhagsskuldbindingar á móti eignaafhendingu. Þær skuldbindingar standa að sjálfsögðu óhaggaðar þótt ákvæði í stjórnarskrá verði látið lönd og leið – nema til þess uppgjörs komi að ríkið skili kirkjunni jarðeignum eða andvirði þeirra. V. Íslenska þjóðkirkjan nýtur einna mests sjálfræðis systurkirkna sinna á Norðurlöndum og gefur sænsku kirkjunni ekkert eftir þótt hún hafi formlega verið aðskilin frá ríkinu. Engu að síður sækist þjóðkirkjan eftir enn meira sjálfstæði eins og glögglega kom fram í því frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga sem kirkjuþing samþykkti 2008 og þáverandi kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, hafði fullan hug á að leggja fyrir og fylgja eftir á Alþingi áður en örlögin tóku í taumana með bankahruninu í lok ársins. Frá þeim tíma hefur það verið pólitískt mat bæði kirkjustjórnar og ráðherra kirkjumála að skynsamlegt væri að halda málinu til hlés vegna umróts í þjóðfélaginu og þeirra brýnu verkefna sem Alþingi og ríkisstjórn hafa verið að glíma við í efnahagsmálum á undanförnum misserum. Nú er kirkjuþing að koma saman til fyrsta reglulegs þinghalds á nýju kjörtímabili og því þykir rétt að leggja þetta þjóðkirkjufrumvarp að nýju fram til umfjöllunar á þinginu. Nýtt kirkjuþing þarf hins vegar að gefa því gaum hvort skynsamlegt kunni að vera að láta lokaafgreiðslu þess bíða næsta þings og gefa sér þannig góðan tíma til að fjalla um frumvarpið og meta af yfirvegun hvenær aðstæður skapist til að fylgja málinu fram á hinum pólitíska vettvangi, meðal annars með tilliti til fyrirhugaðs stjórnlagaþings á næsta ári sem tekur án efa til umfjöllunar samband ríkis og kirkju. Með því að kirkjuþing vísaði frumvarpinu til milliþinganefndar sem það sjálft kysi nú á þinginu og tæki það að nýju til umfjöllunar á þinginu haustið 2011 gæfist jafnframt meira ráðrúm en er á þessu þingi til að huga að ýmsum álitaefnum sem ekki var sérstaklega tekið á við fyrri samþykkt frumvarpsins 2008, svo sem samsetningu og forsæti í kirkjuráði, verkefnum og stöðu vígslubiskupa og styrkari stöðu prófastsdæma í tengslum við þær breytingar sem nú eru að verða á skipan þeirra. VI. Á liðnu sumri samþykkti Alþingi lög um breytingar á hjúskaparlögum og fleiri lögum og um brottfall laga um staðfesta samvist. Hefur þetta verið kallað ein hjúskaparlög og felur í sér að afmáður var sá munur sem fólst í mismunandi löggjöf vegna hjúskapar karls og konu annars vegar og staðfestingar samvistar tveggja einstaklinga af sama kyni hins vegar. Enda þótt þessi lagasetning snerti að sjálfsögðu kenningu og helgisiði kirkjunnar var til hennar stofnað án nokkurs samráðs við þjóðkirkjuna. Þetta er í rauninni einsdæmi í samskiptum ríkis og kirkju og kann að vera til marks um kaldari vinda í garð kirkjunnar en áður þekktust. Um hitt blandast engum hugur að löggjafinn ræður hinni lagalegu skilgreiningu hjúskapar og þjóðkirkjan virðir að sjálfsögðu landslög.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.