Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 45

Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 45
 45 kirkjan í heild hefur þurft að takast á við og horfast í augu við sem hluta af sögu sinni, mál sem ekki verða rakin hér en allir þekkja. Þó uggvænlegt sé að sjá hversu dregið hefur úr trausti í garð þjóðkirkjunnar er enn grátlegra að sjá hvað orðið hefur um traust í garð elstu stofnunar landsins, Alþingis. Mælist traust til þess langt innan við fjórðungur af því sem þjóðin ber til kirkjunnar, eða 9%. Í ljósi þess að traust til þjóðkirkjunnar er ekki nægilegt um þessar mundir, má spyrja hvort hún hafi eitthvað erindi inn á hið opinbera svið, nema þá til þess að afla sér trausts að nýju á markaðstorgi ímyndarsmiða og pistlahöfunda. Getur stofnun sem misst hefur mikið traust, stigið fram og tekist á hendur það mikilvæga verkefni að byggja upp traust og stuðla að endurreisn siðlegra gilda? Þeirri spurningu verður ekki svarað með einföldum hætti en við sem trúum og teljum að boðskapur Krists eigi erindi við þennan heim, við sem tilheyrum hinni evangelísk- lúthersku þjóðkirkju, hljótum einnig að trúa því að hún eigi erindi við landsmenn og að sá boðskapur sem henni er treyst fyrir, sé einmitt sá boðskapur sem mestu skiptir að koma til leiðar á jafn víðsjárverðum tímum og þeim sem við nú lifum. Kann að vera að þjóðkirkjan hafi að einhverju marki, þó alls ekki öllu, gleymt þessari staðreynd? Misst sjónar á því sem mestu skiptir í þessu samhengi? Þessari spurningu er ekki varpað fram í tilraun til þess að gera lítið úr kirkjunni eða þjónum hennar, heldur til að kalla eftir umræðu um það hvort kirkjan hafi tapað áttum í hruninu, misst jafnvægið. Þeir aðilar, sem ætlað er að halda merkjum hennar á lofti, eru enda ekki ósnertir af gjörningaveðrinu öllu. Sóknarnefndir, prestar, djáknar, aðrir safnaðarleið- togar, organistar og kirkjuverðir hafa hver á sínum stað þurft að takast á við hrunið í eigin lífi og fyrir hönd sinna safnaða. Þau átök öll hafa fært hluti úr lagi og reynt svo á – að eitthvað hlýtur undan að láta. Af þeim sökum vil ég leyfa mér að fagna sérstaklega máli nr. 36 sem fyrir þinginu liggur en þar er lagt til að ráðist verði í gerð starfsánægjukönnunar meðal presta þjóðkirkjunnar. Þar er um löngu tímabæra tillögu að ræða en mér segir svo hugur um að könnun af þessu tagi muni leiða í ljós djúpstæð áhrif kreppunnar á prestastéttina – ok hennar hefur á margan hátt margfaldast eftir að fjárhagslegum fótum var kippt undan stórum hluta þjóðarinnar, svo að segja í einni svipan. Og var það ærið fyrir. II. Nú eru liðin tæplega tvö ár síðan ég og Vilhjálmur Bjarnason lektor við Háskóla Íslands, héldum í fundaferð um landið til þess að ræða hrunið, orsakir þess og afleiðingar. Hvarvetna sem við komum fylltust samkomuhúsin af fólki og umræður urðu líflegar og heitar um þetta viðkvæma málefni. Í þeim fyrirlestrum hélt ég fram þeirri skoðun minni að ástæður hrunsins mætti rekja til þess sem á máli félags- fræðinnar er nefnt „stofnanalegt siðrof“2 Í einfölduðu máli má segja að sú kenning varpi ljósi á þær aðstæður þegar merkingarkerfi samfélags fer að einhverju leyti úr skorðum. Hver stofnun hefur sitt mark og mið og er ætlað að standa vörð um tiltekin verkefni sem hverju samfélagi er nauðsynlegt að leysa af hendi. Þannig er heilbrigðis- kerfinu ætlað að lækna fólk og hjúkra, menntakerfinu að uppfræða, félagsþjónustunni 2 Þar er vísað til enska hugtaksins „institutional-anomy“ en frumkvöðlar í rannsóknum á þessu félagslega fyrirbrigði eru þeir Steven F. Messner og Richard Rosenfeld. Þeir byggja kenningu sína á eldri kenningu Émile Durkheim (1858-1917) sem fjallaði um siðrof í ljósi sjálfsvíga. Rit hans, „Le Suicide“ sem út kom árið 1897, olli straumhvörfum í rannsóknum á sviði félagsfræði og beindi sjónum að þessu fyrirbrigði. Hugtakið siðrof er þýðing á franska hugtakinu „anomie“ (e. anomy) sem á rætur að rekja til gríska hugtaksins nomos.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.