Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 47

Gerðir kirkjuþings - 2010, Síða 47
 47 kristninnar í landinu og unga fólksins. Dæmalaust vinnuskjal mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar vitnar glögglega um það. Þessa birtingarmynd geri ég að umtals- efni hér eftir skamma stund. Innri birtingarmyndin snýr hins vegar að kirkjunni og boðunarstarfinu sjálfu. Eftir hrun er mikil áhersla lögð á hið félagslega réttlæti og þeirri kröfu haldið á lofti að yfirvöld og fyrirtæki sem skipta þjóðina miklu máli, bæti úr þeim brestum sem komið hafa í samfélagsgerðina. Flestar predikanir bera vott um þessa þungamiðju, ekki síst þær sem hljóma í útvarpi landsmanna. Minna fer fyrir þeirri þungamiðju sem þó skiptir öllu og kirkjan byggir grundvöll sinn á. Það er nefnilega svo að fyrstu söfnuðir kristinnar kirkju voru ekki stofnaðir í kringum hagsmuni heimilanna eða baráttuna fyrir pólitísku réttlæti. Kristin kirkja sprettur upp af þeirri fullvissu að fagnaðarerindið, sigur Krists yfir dauðanum, hafi orðið að veruleika og bíði einnig fylgjenda hans. Þetta má greina með augljósum hætti og gengur Páll postuli meira að segja svo langt að hvetja safnaðarmeðlimi til að sýna umburðarlyndi gagnvart misrétti þessa heims – því Kristur er í nánd. Ekki ætla ég að tala fyrir því að kirkjan láti af þeirri sjálfsögðu kröfu að heimilunum í landinu sé komið til hjálpar og að þeim sem verst eru staddir sé rétt hjálparhönd. En það er ekki þungamiðjan þrátt fyrir allt. Við megum ekki ala á þeirri hugmynd að maðurinn sé miðpunktur alheimsins. Fagnaðarerindið er þungamiðjan og má ekki gleymast. Ef það hefur gleymst og vikið fyrir kröfum um félagslegar umbætur, þá er kirkjan lent í siðrofsástandi og merkingarkerfið orðið annað en það á réttilega að vera – og þá hættir fólkið í landinu að taka mark á henni. Ef kirkjan heldur sig hins vegar við þann boðskap sem henni hefur frá öndverðu verið trúað fyrir mun hún í raun vinna tvöfaldan sigur. Hún mun í fyrsta lagi og að sjálfsögðu tala fyrir því að réttlætið nái fram að ganga, en hún mun líka boða leið út úr þeim aðstæðum sem óhjákvæmilega munu verða á vegi þessarar þjóðar. Aldrei verður hægt að bæta úr öllu böli og þúsundir manna munu verða gjaldþrota – það er staðreynd. Margir munu lengi eiga um sárt að binda og margir munu finna sig svikna. Þrjótar munu ganga lausir og hæðast að hinu vanmegna réttarríki lýðræðisins. Í þeim aðstæðum hefur kirkjan erindi sem engin önnur stofnun getur haft. Kirkjan getur á grundvelli fagnaðarerindisins boðað fyrirgefningu og sátt, boðað von sem nær lengra en félagslegar umbætur geta boðið. Hún getur vísað til þess dóms sem að lokum verður í skýjum settur. Það er ekki lítið verkefni að hafa með höndum og má ekki falla kirkjunni úr hendi. Enginn annar getur sinnt því. Ef kirkjan ætlar aðeins að verða ein af hinum mörgu röddum sem hrópa á réttlæti á veraldlega vísu, munu fáir telja hana sinn öflugasta talsmann. Ef kirkjan sýnist ekki trú yfir því sem henni hefur helst verið trúað fyrir, hvernig á hún þá að afla fylgis um annað sem máli skiptir? Kirkjunni er oft líkt við stórt skip og í því skipi sem þjóðkirkjan er, siglir öll þjóðin. Í því skipi verður fagnaðarerindið að vera leiðarsteinn í stafni. IV. Og hver er þá hin ytri birtingarmynd siðrofsástandsins. Hún er sú að smátt og smátt reynist kirkjunni erfiðara að boða fólkinu í landinu fagnaðarerindið. Þar er ekki aðeins um almennt andvaraleysi fólks að ræða, heldur miklu fremur það að merkingarkerfi trúarinnar og þar með kirkjunnar, er í æ ríkari mæli orðið fólkinu framandi. Það hefur orðið eins konar siðrof milli þjóðar, kirkju og trúar. Hvernig brást fólk við þegar forsætisráðherra lauk sjónvarpsávarpi sínu í október 2008 á orðunum „Guð blessi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.