Félagsbréf - 01.03.1961, Blaðsíða 46

Félagsbréf - 01.03.1961, Blaðsíða 46
36 FÉLAGSBRÉF maður og glataður hafði gefið út bók. að svo mikils þótti við þurfa, að ritdómur við kommúnistískt hæfi var tilbúinn, áður en bókin var komin út! Sannarlega hafði svo þessi skipulagði áróður sín miklu áhrif — og það langt út fyrir raðir hinna ákveðnu kommúnista. Maður, sem heyrði á kaffihúsi, á matsölustað, á vinnustað tvo, þrjá menn ljúka upp eitium og sama munni um bók eða höfund, hugsaði ekki sem svo, að þar væri um skipulagða undirróðursstarfsemi að ræða. Honum varð auðvitað að álykta: Bókin lilýtur að vera léleg, — já, honum hefur mistekizt, þessum -r— eða honum er farið að fara aftur, manninum — jafnvel: það er satt, það hefur aldrei verið neitt verulegt í hann spunnið, þennan! ... Og áður en varði voru þær skoðanir, sem kommúnistar komu á framfæri um bækur og höfunda, sem þeim var í nöp við, fluttar af mönnum, sem alls ekki voru kommúnistar, já, og langt inn í innsta hóp andstæðra borgara komust þær. Hvort mundi þá ekki ungt fólk og lítið reynt, saklaust fólk, sem kunni engin skil á rógi eða áróðri, hafa legið ærið flatt fyrir þeim skoðunum, sem kommúnistar komu á þennan hátt á framfæri? Skyldi það svo vera nokkuð að undrast, þótt ungum skáldum og rit- höfundum yrði fyrir að fleygja sér í náðarfaðm Fjölnismanna hinna nýju, þar sem þeir gátu átt von á klappi, ef . . en annars — vei, vei! — í faðminn, þar sem þeir vissu sig í samræmi við stefnu tímans, þar sem þeir sáu sig í anda borna til vegs og gengis af hinni voldugu bókmennta- hreyfingu, sem hafin var og ekkert skáld, sem ætlaði sér einhverja framtíð gat staðið utan við? .. . Ekki þurftu þeir svo sem að vænta sér vegs frá andstæðingum kommúnista, sem létu helzt eins og bókmenntir væru ekki til. hvað þá þeir virtust þekkja mátt þeirra — nema hvað þeir sumir hverjir brugðu á leik og dönsuðu ofurlítið kringum hina kommúnistísku gull- kálfa — ef vera kynni, að einhver ofurlítill gullinbjarmi kvnni að falla á þá sjálfa! 5.' En Tómas Guðmundsson, sá var ekki að taka sig til og yrkja lofgerðar- rollur um þá, sem mestir yoru í heimi, sá var ekki að yrkja níð um hina og þessa vonda borgara, hvað þá um ógnarbílda veraldar! Hann hafði kynnzt góðu og glöðu fólki í bernsku í hinu kapítalíska þjóðfélagi, — hafði jafnvel séð yfir því húmanistíska birtu. Hann hafði og þegar í bernsku lært að meta fegurðina, jafnvel allt að því fallið fram og tilbeðið fegurð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.