Félagsbréf - 01.03.1961, Blaðsíða 56

Félagsbréf - 01.03.1961, Blaðsíða 56
46 FÉLAGSB RÉF Næsta leikrit hans, 1953, var Picnic, og fyrir það hlaut hann Pulitzer- verðlaunin, en þau eru æðstu bókmenntaverðlaun Bandaríkjanna. Þriðja leikrit hans á Broadway var Bus Stop, 1955, og hlaut það frábærar við- tökur. Tveimur árum seinna kom hann fram með The Dark at The Top oj The Stairs, og blandaðist nú engum hugur um, að hann var kominn í flokk beztu leikritahöfunda Bandaríkjanna. Það er sameiginlegt með öllum þessum leikritum, að þau fjalla um hversdagsfólk og atvik úr daglegu lífi þess, en lnge fer mjög nærfærnum og listrænum höndum um verkefnin, svo að persónur hans verða bráðlifandi og manni nákomnar. William Inge er sérlega mannlegur höfundur, það andar hlýju og umburðarlyndi í garð þess fólks, sem hann lýsir. Hann dæmir ekki, sýnir aðeins. Hann er frábitinn allri flokkun á mönnum, enda gætir þjóðfélagsins lítið í leikritum Iians. Inge hefur sagt frá því, að hann hafi aldrei verið jafn öruggur með neitt af leikritum sínum og það síðasta, en það sýnir ljósast, hve höfundar eru oft óglöggir á eigin verk, því að A Loss of Roses fékk slæma dóma og það gekk aðeins í 25 skipti. Leik- ritið er um ungan mann, ekkjuna móður hans og uppgjafa leikkonu, sem hefur verið hjá þeim áður og sezt nú upp hjá þeim um tíma. Móðirin er með slæma samvizku út af því að hafa dekrað of mikið við soninn, sem er tilfinningalega mjög háður henni, en sakar hana samt um kaldlyndi og tómlæti. Hann heldur sig mest heima við og fer ekki út með stúlkum. Hann er þó ekki frábitinn leikkonunni, sem er talsvert eldri en hann, velkt og lífsréynd. Einn daginn kemur sonurinn heim með armbandsúr handa móður sinni og vill, að hún hendi gamla úrinu, sem faðir hans hafði gefið henni. Hún er ófáanleg til þess, því, eins og hún segir við leikkonuna, sonur getur ekki tekið að sér hlutverk föður síns að öllu leyti. En í hefndarskyni við móður sína sængar sonurinn hjá leikkonunni og lofar henni eiginorði um nóttina. Þessi kynferðisreynsla verður til að vekja í honum karlmannslund, hann ákveður að fara að heiman, þó ekki með leikkonunni, sem hann kærir sig nú ekkert um, en gefur henni armbandsúrið í sárabætur. Leikkonan fer líka burt út í óvissuna og vafasama framtíð. William Inge segir sjálfur, að þungamiðja verksins séu örlög leikkon- unnar, en ég held að mörgum muni finnast, að það sé þó engu síður sam* band mæðginanna, og þar liggur e.t.v. nokkur smíðagalli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.