Félagsbréf - 01.03.1961, Blaðsíða 38

Félagsbréf - 01.03.1961, Blaðsíða 38
28 FÉLAGSBRÉF Já, sannarlega lifðum við, sem fæddumst á árunum kringum aldamótin, í öðrum og bjartari heimi í bernsku okkar en þeim, sem nú blasir við okkur sextugum eða vel það. Menntamenn, þjóðmálaskörungar og verkalýðsleiðtogar Vesturlanda voru sammála um í þann tíð, þrátt fyrir hervæðingarkapphlaupið, að víðtækur ófriður væri óhugsanlegur. Á styrjaldir þær, sem geisuðu eftir alda- mótin í Afríku og Asíu og á Balkanskaga, var litið sem síðustu leifar grátlegrar ómenningar, og gula hœttan, sem einkum hafði verið nefnd eftir ósigur Rússa í stríði þeirra við Japani, var í flestra augum grýla, þar eð menn töldu, að hinar fjölmennu þjóðir Asíu mundu, áður en langt liði og í óefni væri komið, tileinka sér hin vestrænu viðhorf um friðsam- lega sambúð og alþjóðlegt samstarf. Verkalýðshreyfingin á Vesturlöndum hafði með tiltölulega friðsamlegum haráttuaðferðum reynzt mjög áhrifa- mikil til hagsbóta fyrir verkalýðinn, og nú var á hana litið sem einmitt eina sterkustu stoð friðarins. Og í krafti jafnréttis og aukinnar alþýðu- menningar, samfara nýjum og andlegri viðhorfum í heimspeki og vísind- um en þeim, sem tengd voru hinni einskorðuðu efnishyggju, unnu mannúð og mannhelgi hugi fleiri og fleiri áhrifamanna í helztu menningarlöndum heims. Þá ber og þess að gæta, að í þennan tíma voru öll samskipti þjóða og einstaklinga svo frjáls, að menn geta vart nú hugsað sér, að önnur eins dásemd fái nokkurn tíma orðið ríkjandi. Einstaklingar og félög gátu selt og keypt hvar í veröldinni sem þeim þótti hagkvæmast og menn farið ferða sinna óhindraðir um flest lönd. Þó að ýmsu og raunar flestu væri skemmra á veg komið hér á íslandi en í nágrannalöndunum, var hér ekki síður bjart fyrir sjónum manna en þar. Hin litla þjóð vissi sig hafa á friðsamlegan hátt unnið mikla sigra, og hún var gædd þeirri trú á land sitt og sjálfa sig, að sífelU mundi áfram miða til aukinnar menningar og hagsældar. Verzlunin hafði verið leyst úr viðjum, þjóðin var orðin fjár síns ráðandi og hafði reynzt gædd fjárhagslegri fyrirhyggju, atvinnuvegirnir höfðu breytzt og færzt í aukana, möguleikum fjölgað hjá snauðu fólki til stofnunar sjálf' stæðum heimilum, almenn mannréttindi voru óðum að aukast, alþýðu- fræðslunni hafði verið komið í skipulegt kerfi, stöku sérskólar verið stofn- aðir og loks í það ráðizt að stofna háskóla, þar sem sögu, tungu og bók- menntum þjóðarinnar var skipaður sess við hlið svo Isjálfsagðra fræði' greina og lögfræði, guðfræði og læknisfræði. Margs konar frjáls samtök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.