Félagsbréf - 01.03.1961, Side 38

Félagsbréf - 01.03.1961, Side 38
28 FÉLAGSBRÉF Já, sannarlega lifðum við, sem fæddumst á árunum kringum aldamótin, í öðrum og bjartari heimi í bernsku okkar en þeim, sem nú blasir við okkur sextugum eða vel það. Menntamenn, þjóðmálaskörungar og verkalýðsleiðtogar Vesturlanda voru sammála um í þann tíð, þrátt fyrir hervæðingarkapphlaupið, að víðtækur ófriður væri óhugsanlegur. Á styrjaldir þær, sem geisuðu eftir alda- mótin í Afríku og Asíu og á Balkanskaga, var litið sem síðustu leifar grátlegrar ómenningar, og gula hœttan, sem einkum hafði verið nefnd eftir ósigur Rússa í stríði þeirra við Japani, var í flestra augum grýla, þar eð menn töldu, að hinar fjölmennu þjóðir Asíu mundu, áður en langt liði og í óefni væri komið, tileinka sér hin vestrænu viðhorf um friðsam- lega sambúð og alþjóðlegt samstarf. Verkalýðshreyfingin á Vesturlöndum hafði með tiltölulega friðsamlegum haráttuaðferðum reynzt mjög áhrifa- mikil til hagsbóta fyrir verkalýðinn, og nú var á hana litið sem einmitt eina sterkustu stoð friðarins. Og í krafti jafnréttis og aukinnar alþýðu- menningar, samfara nýjum og andlegri viðhorfum í heimspeki og vísind- um en þeim, sem tengd voru hinni einskorðuðu efnishyggju, unnu mannúð og mannhelgi hugi fleiri og fleiri áhrifamanna í helztu menningarlöndum heims. Þá ber og þess að gæta, að í þennan tíma voru öll samskipti þjóða og einstaklinga svo frjáls, að menn geta vart nú hugsað sér, að önnur eins dásemd fái nokkurn tíma orðið ríkjandi. Einstaklingar og félög gátu selt og keypt hvar í veröldinni sem þeim þótti hagkvæmast og menn farið ferða sinna óhindraðir um flest lönd. Þó að ýmsu og raunar flestu væri skemmra á veg komið hér á íslandi en í nágrannalöndunum, var hér ekki síður bjart fyrir sjónum manna en þar. Hin litla þjóð vissi sig hafa á friðsamlegan hátt unnið mikla sigra, og hún var gædd þeirri trú á land sitt og sjálfa sig, að sífelU mundi áfram miða til aukinnar menningar og hagsældar. Verzlunin hafði verið leyst úr viðjum, þjóðin var orðin fjár síns ráðandi og hafði reynzt gædd fjárhagslegri fyrirhyggju, atvinnuvegirnir höfðu breytzt og færzt í aukana, möguleikum fjölgað hjá snauðu fólki til stofnunar sjálf' stæðum heimilum, almenn mannréttindi voru óðum að aukast, alþýðu- fræðslunni hafði verið komið í skipulegt kerfi, stöku sérskólar verið stofn- aðir og loks í það ráðizt að stofna háskóla, þar sem sögu, tungu og bók- menntum þjóðarinnar var skipaður sess við hlið svo Isjálfsagðra fræði' greina og lögfræði, guðfræði og læknisfræði. Margs konar frjáls samtök

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.