Félagsbréf - 01.03.1961, Blaðsíða 26

Félagsbréf - 01.03.1961, Blaðsíða 26
16 FÉLAGSBRÉF er svipur hennar svo hræðilegt sambland af grimmd og tilhlökkun, að það fer hryllingur um hverja taug. Og þegar hún syngur Borðsálminn eftir Jónas Hallgrímsson, verður þetta ljóð og lag, sem hver íslendingur hefur kunnað frá barnæsku, alveg nýtt, eins og maður hafi aldrei heyrt það fyrr. Hún hikar ekki við, eins og enskur söngdómari hefur komizt að orði, „að rífa hina yndislegu rödd sína í tætlur og tötra“ til þess að lýsa þeim ótömdu tilfinningum, hrifningu, hörmum og ofsagleði, sem stundum búa í þjóð- lögunum. Það hefur líka verið sagt um hana, að hún flytji þann boðskap, að allar þjóðir eigi, þrátt fyrir sérkenni hverrar um sig, innst í-hug og hjarta sömu sorgirnar og sömu gleðina, eilífar, eldgamlar og alltaf nýjar. Það er ekkert skrum, að Gagga sé víða fræg. Hún hefur farið bæ úr bæ um flest lönd Norðurálfunnar og Norður-Ameríku. Alls staðar hefur hún sigrað. Hún hefur komið til höfuðborga sönglistarinnar, eins og til dæmis Vínarborgar, fyrst öllum ókunn, byrjað í minnsta sal, sem hægt var að fá, en endað á því að troðfylla stærsta salinn og heilla vandlátustu áheyrendur veraldarinnar. Söngdómarar heimsblaðanna hafa gefizt upp skilyrðislaust, þegar þeir hlustuðu á hana: „Þessu er ekki til neins að ætla sér að lýsa, þetta verða menn að heyra.“ „Ég minnist þess ekki að hafa hlustað á neitt, sem var svona fullkomið.“ Og hún veit, hvað hún má bjóða sér. Þegar Adolf Hitler og nazistar komust til valda í Þýzkalandi, þar sem hún átti áður miklum vinsældum að fagna, var henni bannað að syngja Gyð- ingalög. „Þá get ég vel komizt af án þess að syngja í Stór-Þýzkalandi“, sagði Gagga. Og hún hefur ekki stigið fæti sínum þangað síðan. Nú er Hitler úr sögunni, en Gagga heldur áfram að syngja. Og nú getur hún komið aftur til Þýzkalands og sungið þar Gyðingalögin sín, þegar henni þóknast. En það er eitt, sem ég hef ekki nefnt ennþá og áheyrendum hennar hér á landi mun hafa komið mest á óvart, þó að þeir hefðu séð eitthvað um það í blöðunum — og það er íslenzkan hennar Göggu. Hún flutti formál- ana að lögunum hér á íslenzku, eins og hún talar ensku í Englandi, frönsku í Frakklandi o.s.frv. Og hvernig var þá þessi íslenzka? Hún var dálítið skrítin, stundum hálfgert barnamál. En hún hljómaði svo fallega, að það var ekki nema til gamans, þó að einstöku rangar beygingar slæddust með. Þetta var ekki sú íslenzka sem menn geta lært af málfræðibókum og kenn- urum. Það var hennar eigið mál. Það var málið, sem lítil Reykjavíkur- stúlka hafði lært á barnsaldri, alltaf elskað og aldrei gleymt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.