Félagsbréf - 01.03.1961, Blaðsíða 59

Félagsbréf - 01.03.1961, Blaðsíða 59
félagsbréf 49 Nokkur leikrit hafa verið sýnd á Broadway yfir þrjú þúsund sinnum. Efst eru Life witli Father meS 3224 leiksýningar og Tobacco Road 3182. Gaman- leikurinn The Best Man var frumsýndur í vor og gengur enn. Höfundurinn er Gore Vidal fæddur 1925 í New Yorkríki. Hann stundaði háskólanám við Exeter Academy og gaf út fyrstu skáldsögu sína þegar hann var 19 ára, en þekktustu sögur hans eru The City and The Pillar og A Search For The King. Á síðari árum hefur hann einkum skrifað fyrir sjónvarp, en fyrsta leik- rit hans, Visit to A Small Planet, var sýnt á Broadway 1957 og hlaut góð- ar viðtökur. Er það háði blandinn gamanleikur um mann frá annarri stjörnu, sem kemur í heimsókn til jarðarinnar og gæti að því leyti minnt á Sendiherrann frá Júpiter eftir Guðmund Kamban, en hér er enginn boð- skapur, engin prédikun, aðeins háð og spé, en dofnar þó þegar á leikritið líður, enda stefnan dálítið óljós. Gore Vidal segist vera skáldsagnahöfundur í hjarta sínu, en ekki leik- ritaskáld, en það sé eins með skáldsagnahöfundana og prestana, fólk fáist ekki lengur til að hlusta á þá. Sjónvarp og kvikmyndir dragi það frá þeim. The Best Man er háði blandinn gamanleikur um amerísk stjórnmál. Sjálfur er Vidal kominn af stjómmálamönnum, afi hans var öldungadeild- arþingmaður og nú við kosningarnar 8. nóvember var skáldið sjálft í fram- boði í New Yorkríki fyrir Demókrata en náði ekki kosningu. The Best Man fjallar um innanflokksátök, um útnefningu forsetaefnis, °g var því mjög tímabært efni á ári forsetakosninga. Leiða tveir keppi- nautar saman hesta sína. Er annar menntaður og vandaður að virðingu sinni, en hinn er tillitslaus fantur. Báðir sækjast þeir fast eftir stuðningi fyrrverandi forseta, sem er kaldrifjaður og útsmoginn og setur hagsmuni flokksins ofar hagsmunum landsins, en er helsjúkur og deyr, áður en hann befur látið lóð sitt falla. Hvorugur keppinautanna hlýtur útnefningu, held- ur ótíndur miðlungsmaður, sem enginn styrr hefur staðið um. Leikritið er fjörlega samið, en efnisuppistaðan er þó víða í molum og kemur það æ betur í ljós sem á kvöldið líður. Á þessu ári hefur Tennessee Williams átt tvö leikrit á Broadway, reyndar er annað eftirlegukind frá fyrra ári, var frumsýnt 30. janúar 1959 og var leikið í 375 skipti eða fram á sumar síðastliðið. Heitir það Sweet Bird of Y°uth, magnað leikrit lilaðið kvöl og ótta. Aðalhlutverkið er ungur maður af sama sauðahúsi og Blanche í Streetcar Named Disire, kemur hann á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.