Félagsbréf - 01.03.1961, Síða 59

Félagsbréf - 01.03.1961, Síða 59
félagsbréf 49 Nokkur leikrit hafa verið sýnd á Broadway yfir þrjú þúsund sinnum. Efst eru Life witli Father meS 3224 leiksýningar og Tobacco Road 3182. Gaman- leikurinn The Best Man var frumsýndur í vor og gengur enn. Höfundurinn er Gore Vidal fæddur 1925 í New Yorkríki. Hann stundaði háskólanám við Exeter Academy og gaf út fyrstu skáldsögu sína þegar hann var 19 ára, en þekktustu sögur hans eru The City and The Pillar og A Search For The King. Á síðari árum hefur hann einkum skrifað fyrir sjónvarp, en fyrsta leik- rit hans, Visit to A Small Planet, var sýnt á Broadway 1957 og hlaut góð- ar viðtökur. Er það háði blandinn gamanleikur um mann frá annarri stjörnu, sem kemur í heimsókn til jarðarinnar og gæti að því leyti minnt á Sendiherrann frá Júpiter eftir Guðmund Kamban, en hér er enginn boð- skapur, engin prédikun, aðeins háð og spé, en dofnar þó þegar á leikritið líður, enda stefnan dálítið óljós. Gore Vidal segist vera skáldsagnahöfundur í hjarta sínu, en ekki leik- ritaskáld, en það sé eins með skáldsagnahöfundana og prestana, fólk fáist ekki lengur til að hlusta á þá. Sjónvarp og kvikmyndir dragi það frá þeim. The Best Man er háði blandinn gamanleikur um amerísk stjórnmál. Sjálfur er Vidal kominn af stjómmálamönnum, afi hans var öldungadeild- arþingmaður og nú við kosningarnar 8. nóvember var skáldið sjálft í fram- boði í New Yorkríki fyrir Demókrata en náði ekki kosningu. The Best Man fjallar um innanflokksátök, um útnefningu forsetaefnis, °g var því mjög tímabært efni á ári forsetakosninga. Leiða tveir keppi- nautar saman hesta sína. Er annar menntaður og vandaður að virðingu sinni, en hinn er tillitslaus fantur. Báðir sækjast þeir fast eftir stuðningi fyrrverandi forseta, sem er kaldrifjaður og útsmoginn og setur hagsmuni flokksins ofar hagsmunum landsins, en er helsjúkur og deyr, áður en hann befur látið lóð sitt falla. Hvorugur keppinautanna hlýtur útnefningu, held- ur ótíndur miðlungsmaður, sem enginn styrr hefur staðið um. Leikritið er fjörlega samið, en efnisuppistaðan er þó víða í molum og kemur það æ betur í ljós sem á kvöldið líður. Á þessu ári hefur Tennessee Williams átt tvö leikrit á Broadway, reyndar er annað eftirlegukind frá fyrra ári, var frumsýnt 30. janúar 1959 og var leikið í 375 skipti eða fram á sumar síðastliðið. Heitir það Sweet Bird of Y°uth, magnað leikrit lilaðið kvöl og ótta. Aðalhlutverkið er ungur maður af sama sauðahúsi og Blanche í Streetcar Named Disire, kemur hann á

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.