Félagsbréf - 01.03.1961, Blaðsíða 30

Félagsbréf - 01.03.1961, Blaðsíða 30
20 FÉLAGSBRÉF Göggu allt breytast, lagið njóta sín og fara miklu betur til söngs. Hún fór að leggja sig eftir jiddisch og bebresku og safna að sér fleiri Gyðingalögum. Áður kunni hún nokkuð af íslenzkum o? dönskum þjóðlögum. í>etta varð stofninn, sem hún byrjaði með og hefur síðan smáaukið. Það hefur ekki verið fyrirhafnarlaust að læra öll þau mál, sem hún syngur nú, og ná tökum á þessum undarlegu ljóðum og lögum. Sum þeirra hefur hún glímt við árum saman, áður en hún treysti sér til að syngja þau opinberlega. En oft, eftir að hún hafði lært ný mál af sjálfri sér, t. d. mállýzkuna á Suðureyjum (Hebrides-eyjum), hefur einmitt orðið á vegi hennar rétti maðurinn til að leiðbeina henni síðustu sporin. Haustið 1929 söng Gagga íslenzk lög í háskólanum í Berlín. Þýzk stúlka, sem hafði stundað íslenzk fræði og ferðazt hér á landi, var fengin til að flytja formála til skýringar lögunum. Síðan fór Gagga til Hamborgar og söng þar sömu lögin, en hafði þá engan Þjóðverja, sem gæti talað um þau. Hún réðst í að gera það sjálf, þó að hún væri þá óæfð að tala þýzku, og það gekk ágætlega — betur en hjá lærðu þýzku stúlkunni í Berlín. Fólk hafði ekki nema gaman af því, þó að henni yrðu smávillur á í messunni, en hún fann, að hún gat undir eins fengið áheyrendurna til að hlusta. Þetta varð upphafið að því, að hún fór að leggja sig eftir að kynna þjóðlögin á þennan hátt, áður en hún söng þau. Og þetta sama haust hitti hún í Hamborg dr. Ferdinand Rauter. Hann hafði verið ldjómsveitarstjóri í söngleikahúsi, sem var nýlega farið á haus- inn. Hann varð mjög hrifinn af söng Göggu, og hún fann, að hann hafði réttan skilning á því, sem hún vildi og var að leita að. Hann tókst á hendur að ferðast um með henni og leika undir, fór að útsetja þjóðlögin handa henni og í samráði við hana. Síðan hefur hann fylgt henni og aðstoðað hana, hvert sem hún hefur farið nema nú til íslands. Dr. Rauter, sem Gagga kallar Löve (ljón), er frá Austurríki, hámenntaður og fjölhæfur tónlistarmaður. Samvinna þeirra hefur orðið þeim báðum mikils virði. Nú hafði Gagga Lund fundið sjálfa sig, fundið svið, þar sem allir hinir ríku hæfileikar og stórbrotna og skemmtilega persóna hennar gátu þroskazt og notið sín, hlutverk, sem hún hafði skapað sér sjálf og gat leyst af hendi betur en nokkur annar. Þennan garð sinn hefur hún haldið áfram að stækka og rækta. Þar er hún heima hjá sér, þar er hún drottning í ríki sínu. Þetta finna allir ósjálfrátt, sem hlusta á hana. Maðurinn verður að vinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.