Félagsbréf - 01.03.1961, Page 30

Félagsbréf - 01.03.1961, Page 30
20 FÉLAGSBRÉF Göggu allt breytast, lagið njóta sín og fara miklu betur til söngs. Hún fór að leggja sig eftir jiddisch og bebresku og safna að sér fleiri Gyðingalögum. Áður kunni hún nokkuð af íslenzkum o? dönskum þjóðlögum. í>etta varð stofninn, sem hún byrjaði með og hefur síðan smáaukið. Það hefur ekki verið fyrirhafnarlaust að læra öll þau mál, sem hún syngur nú, og ná tökum á þessum undarlegu ljóðum og lögum. Sum þeirra hefur hún glímt við árum saman, áður en hún treysti sér til að syngja þau opinberlega. En oft, eftir að hún hafði lært ný mál af sjálfri sér, t. d. mállýzkuna á Suðureyjum (Hebrides-eyjum), hefur einmitt orðið á vegi hennar rétti maðurinn til að leiðbeina henni síðustu sporin. Haustið 1929 söng Gagga íslenzk lög í háskólanum í Berlín. Þýzk stúlka, sem hafði stundað íslenzk fræði og ferðazt hér á landi, var fengin til að flytja formála til skýringar lögunum. Síðan fór Gagga til Hamborgar og söng þar sömu lögin, en hafði þá engan Þjóðverja, sem gæti talað um þau. Hún réðst í að gera það sjálf, þó að hún væri þá óæfð að tala þýzku, og það gekk ágætlega — betur en hjá lærðu þýzku stúlkunni í Berlín. Fólk hafði ekki nema gaman af því, þó að henni yrðu smávillur á í messunni, en hún fann, að hún gat undir eins fengið áheyrendurna til að hlusta. Þetta varð upphafið að því, að hún fór að leggja sig eftir að kynna þjóðlögin á þennan hátt, áður en hún söng þau. Og þetta sama haust hitti hún í Hamborg dr. Ferdinand Rauter. Hann hafði verið ldjómsveitarstjóri í söngleikahúsi, sem var nýlega farið á haus- inn. Hann varð mjög hrifinn af söng Göggu, og hún fann, að hann hafði réttan skilning á því, sem hún vildi og var að leita að. Hann tókst á hendur að ferðast um með henni og leika undir, fór að útsetja þjóðlögin handa henni og í samráði við hana. Síðan hefur hann fylgt henni og aðstoðað hana, hvert sem hún hefur farið nema nú til íslands. Dr. Rauter, sem Gagga kallar Löve (ljón), er frá Austurríki, hámenntaður og fjölhæfur tónlistarmaður. Samvinna þeirra hefur orðið þeim báðum mikils virði. Nú hafði Gagga Lund fundið sjálfa sig, fundið svið, þar sem allir hinir ríku hæfileikar og stórbrotna og skemmtilega persóna hennar gátu þroskazt og notið sín, hlutverk, sem hún hafði skapað sér sjálf og gat leyst af hendi betur en nokkur annar. Þennan garð sinn hefur hún haldið áfram að stækka og rækta. Þar er hún heima hjá sér, þar er hún drottning í ríki sínu. Þetta finna allir ósjálfrátt, sem hlusta á hana. Maðurinn verður að vinna

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.