Félagsbréf - 01.12.1963, Page 13

Félagsbréf - 01.12.1963, Page 13
SVERRIR HÓLMARSSON Hverf er kaustgríma Það var fagur haustdagur, heiður en dálítiS kaldur, og nýfallinn snjór hylur fjöll; fyrstu merki komandi vetrar. Ég sit í þægilegum stól f vel búinni stofu og andspænis mér gamall maður. Ég er hingað kominn til að ræða við þennan mann, sem hefur hugsað og skrifað meira um Island á langri og starfsamri ævi en flestir aðrir. Á milli okkar er staðfest djúp hálfrar aldar. Gunnar Gunnarsson hefur lifað og reynt þann heim, sem var að mestu hruninn til grunna þegar ég fæddist; hann hefur séð hlutina gerast, ég lief aðeins lesið um þá, heyrt um þá, hugs- að um þá. Gunnar er maður lágvaxinn og ei- lítið lotinn. Þrátt fyrir háan aldur og vanheilsu er hann hress vel, ræðinn og höfðingi mikill heim að sækja. Honum er mikil alvara, en um leið hlær hann og gerir að gamni sínu. * Sagnaflokkurinn Urðarfjötur, sem upprunalega átti að heita Lægð yfir íslandi, verður okkur að umræðuefni. I þessum flokki hafa komið út tvær sögur, Heiðaharmur og Sálumessa. „Ég hafði efnið í þriðju söguna til- búið í huganum þegar ég kom heim frá Danmörku 1938,“ segir Gunnar. „En þá sögu skrifaði ég aldrei. Hlut- irnir fóru að gerast í kringum mig og það var óhugsandi að halda áfram sögunni eins og ég hafði hugsað mér hana. Hún hefði orðið ósönn. Stríðið kom mér algerlega að óvörum. Það var eiginlega óhugsandi. Ég gat ekki hugsað mér, að mannkynið steypti sér út í annað eins. Þó var það einu sinni nokkrum árum fyrir stríð að ég sá í tímariti mynd, sem mér sýndist fyrst vera af snædrífu. Þegar ég athugaði myndina betur sá ég, að þetta voru fallhlífahermenn svífandi til jarðar. Á þeirri stundu vissi ég að stríð mundi skella á. En svo gleymdist það aftur og ég var algerlega grunlaus þegar hildarleikurinn hófst. Núna finnst manni óhugsandi að ný heimsstyrjöld skelli á. Slíkt væri brjálæði. En var ekki síðari heimsstyrjöldin líka brjál- æði? Samt gerðist hún.“ Já, vissulega hefur margt breytzt á FÉLAGSBRÉF 9

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.