Félagsbréf - 01.12.1963, Qupperneq 16

Félagsbréf - 01.12.1963, Qupperneq 16
og fannst það mikil viðhöfn við mig, að láta mig deyja á þessum degi. En svo varð ekkert úr þessu. Mikið lif- andis ósköp voru skýin falleg morgun- inn eftir.“ Og við minnumst á lífið — eftir dauðann. „Mér finnst fjarstæða að afneita til- veru annars lífs. En að halda, að við getum gert okkur grein fyrir eðli þess eða skilið það, það finnst mér guðlast. Guðdómurinn er óskiljanlegur; það er ekki til verra guðlast en að halda, að maður skilji hann.“ * Samtal okkar dróst nokkuð á lang- inn og kom víða við. Og það sem hér er haft eftir Gunnari er auðvitað að- eins örlítið brot af fjölmörgu, sem okk- ur fór á milli; örfáir punktar, sem mér þótlu merkilegir og þykist muna nokkuð rétt. Það er lærdómsríkt og hollt hverj- um ungum manni, sem af vanefnum er að burðast við að hugsa svolítið um mannlífið, að kynnast gömlum og reyndum manni, sem hefur á langri ævi reynt að gera sér grein fyrir ástandi mannsins og leggja siðferði- legt mat á breytni hans. Fátt er jafn- fjarri Gunnari og sú siðferðilega af stæðiskenning, sem ræður ríkjum nú á tímum. Hann heldur fast í fornar dyggðir: mannhelgi, heiður, góð- mennsku. Mannsæmandi líf hefur ekki sömu merkingu fyrir honum og blaða- manninum eða stjórnmálamanninum, sem hugsa fyrst og fremst um íbúð og bíl og kannski sjónvarp, heldur eitt- hvað svipað því, sem Horatius meinti með integer vitae. Gunnar dæmir óvægilega menn og málefni; honum er íjarri það skoðanaleysi, sem sumir kalla umburðarlyndi og þykir fínt. Þó held ég, að Gunnar sé umburðarlynd- ur maður í hinum sanna skilningi þess orðs. Það er orðið áliðið þegar ég kveð og geng út að bílnum, sem bíður mín, eilítið reikull í spori því að Gunnar er veitull. Haustmyrkur grúfir sig yfir upplýsta borgina og vetur í nánd. Það snjóaði í Esjuna í fyrradag; á morgun verður sá snjór kannski farinn, kannski ekki. Hverfi hann, kemur hann aftur. Hverf er haustgríma. 12 FÉLAGSBRÉF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.