Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 17

Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 17
GUNNAR GUNNARSSON * • O Orlög Norðurlanda Hver þjóð á sín örlög, örlög, sem djúpt og óhagganlega ákvarðast af innri styrkleika hennar. Um þjóð- irnar á það við, engu síður en um einstaklingana, að hver er sinnar gæfu smiður. Örlagafárið, hið óverð- skuldaða hamingjutjón, er ekki jafn- títt og flestir víst ætla, hvorki í lífi manna né þjóða. Engin þjóð lætur þýlundast fyrir ytra ofbeldi, up])lausn hennar á uj)ptök sín í sjálfum þjóðar- stofninum, ósigurinn ógnar innanfrá, það er í hjartanu, að dauðinn liggur í Iaunsátri. Gagnvart þjóðum sem mönnum eru jafnvel stærstu ytri hættur smávægilegar í samanburði við innri háskasemdir. í langan aldur bjó Dan- mörk í úrsvölum skugga frá Þýzka- landi hins prússneska herveldis, en hver varð raunin: Þýzkaland Prússa- veldis reyndist ekki sá voldugi risi, sem það áleit sig sjálft og Danmörk óttaðist: það reyndist ekki annað en beljaki á leirfótum — og liggur nú í duftinu. Því þessi risi á leirfótum var ekki liið sanna Þýzkaland: í duftinu liggur einungis hamur af stálhreistr- uðu skrímsli — hið sanna Þýzkaland grær og blómgast í kyrrþey. Kjarnu- þjóð, slík sem Þjóðverjar, getur ekki tortímzt. Hún getur villzt af réttri RæSa flutt í Hertudal 15. júní 1926. braut, og þá verður hún að taka ósigr- inum, sem af því hlýzt, og gerir það. En ósigur höfðar ekki heilbrigðri þjóð til tortímingar, þvert á móti lá mér við að segja, því fyrir heilbrigða þjóð getur ósigur haft ófyrirsjáanlegt gildi, ef hún kann að taka honum réttilega: sem hollri kenningu og því dýrmætari sem hún er biturri. Já, hinn haldbezti sigur, sem þjóð ber úr býtum, er ósjaldan sá sigur, sársaukafullur, en raunsannur og karlmannlegur, sem hún sækir í ósigurinn. Og á hinn bóginn: háskalegasti ósigur, sem þjóð getur beðið, er tíðum hin innantóma og þóttafulla hrakför sigursins. Vér þekkj- um til hvorstveggja af eigin sjón. Vér höfum séð, hvernig drembilátir sigurvegarar bafa flutt heim sína Pyrrhosarsigra undir hvellbláum himni ofstojians — og vér höfum séð, hvern- ig fyrir þeim fór eins og manninum í æfintýrinu: þegar þeir opnuðu kist- una, þar sem öll auðæfin áttu að vera geymd, reyndist hún tóm, nema livað á botninum lá lag af visnuðu laufi, hinu skammlífa og skjótvisnaða lauf- skrúði sigursins. Og vér höfum séð hinn undirokaða, hinn auðmýkta, hinn sigraða rísa upp úr tortímandi harmkvælum hungurs og smánar og FÉI.AGSBRÉF 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.