Félagsbréf - 01.12.1963, Page 24

Félagsbréf - 01.12.1963, Page 24
r Ó L A F U R j Ö N S S O N Skilgreining mannsins Skáldskapur er ekki ímynd mann- legrar reynslu, ekki lýsing hlutstæðra ytri atvika: skáldskapur er nýsköpun úr sundurlausum efnivið mannlegrar reynslu og þroska, hlutgerving hans. Hvert fullgilt skáldskaparverk, allur mikilsháttar skáldskapur er einsdæmi og fullkomin nýjung, eins og að sínu leyti hver maður sem við kynnumst. Það kann að villa, auk ásækinnar hug- arleti okkar við lestur, að skáld gríp- ur sér stundum efnivið úr daglegum veruleik, kunnuglegri reynslu, tekur u])]> sannsöguleg viðfangsefni, setur verki sínu stað á kunnugum slóðum: við þykjumst þekkja í skáldskapnum „raunverulegt“ umhverfi eða atburði eða fólk og metum frásögnina eftir mælikvarða kunnugleikans. En skáld- skapur er aldrei raunsannur, hversu nákominn sem hann kann að vera ytri tilefnum; slík efni eru í fullgildum skáldskap jafnan sveigð undir lögmál sjálfs verksins, háð sjálfstæðum veru- leik þess sem þau eiga að vísu sjálf þátt í að skapa. Allur góður skáldskap- ur er liins vegar lífsannur: heimur verksins í heild sinni er lesanda þess lifandi líf, veruleiki, reynsla. f Svartfugli tekur Gunnar Gunnars- son sem kunnugt er upp sögulegt efni, 20 FÉLAGSBRÉF Sjöundármálin, sakamálasögu frá önd- verðri 19du öld. Skáldsagan er skrif- uð að undangenginni ýtarlegri könnun frumheimilda úr dönskum og íslenzk- um skjalasöfnum; væntanlega dygði ckki minna en nákvæmur samanburður við málskjölin sjálf og aðrar heimildir til að ganga í einu og öllu úr skugga um hversu nákvæmlega sögulegum at- vikum sé fylgt í frásögninni. En ýmsir hafa sagt sögu Sjöundármála eftir til- tækum heimildum, og samanburður við slíka sannfræðilega frásögn bendir til að málsatvik séu mjög nákvæmlega rakin í skáldsögunni: sögufólk er sannsögulegt, engu er hallað né undan dregið sem máli skiptir í ytri at- burðarás Sjöundármála, tímasetning atvika, yfirheyrslur og framburður vitna í skáldsögunni virðist koma vel heim við heimildir, og að sjálfsögðu málalyktir; veðráttufari árin, og ein- staka daga, sem sagan gerist er aukin- heldur haldið til haga. Þar fyrir væri ærinn vanskilningur á Svartfugli að telja verkið einungis ástar- og harm- sögu Bjarna og Steinunnar á Sjöundá, spunna um „rétta“ sögulega beina- grind. Frásagnarháttur verksins sker úr um það: sagan er öll lögð í munn Eyjólfi Kolbeinssyni kapellán að

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.