Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 27

Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 27
samur. Samstaða höfundar og sögu- manns er kapítuli út af fyrir sig; hún kann að vera lítil eða engin, en hún getur verið mikil og jafnvel fullkomin að nafninu til, sbr. Þórberg Þórðarson og Henry Miller. Vettvang- ur skáldsögunnar, rúmgóður en lítt skilgreindur, liggur að löndum endur- minningahöfundarins og ferðasagna- mannsins á einn veg, annálaritarans, sagnfræðingsins, blaðamannsins á annan, ritgerðahöfundarins og Ijóð- skáldsins á þriðja og fjórða. Margir höfundar hafa samið gild skáldverk um ævi sína og nákomna persónu- iega reynslu; en minninga- eða fróð- leiksgildi slíkra verka er vanalega aukalegt og skiptir minnstu; það er sem skáldverk að þau lifa eða deyja. Gunnar Gunnarsson hefur sjálfur sam- ið öndvegisverk þessarar tegundar þar sem er Fjallkirkjan. Hún kann að vera mikilsverð heimild um ævi og þroskaferil höfundar síns, enda oft til hennar vísað sem slíkrar; en Uggi Greipsson er enginn staðgengill Gunn- ars Gunnarssonar þótt ævi þeirra kunni að eiga sammerkt í svo eða svo mörgum greinum. Það hefur ver- ið sagt, og með sanni, að ímynd Is- lands sé uppistaða í öllum verkum Gunnars Gunnarssonar; en það ísland er einkalegt Gunnari sjálfum, sköp- unarverk hans úr efnivið eigin lífs og lífsreynslu og hvergi til annars staðar; það verður síðan svið allrar heimsmyndar hans, þeirrar ski'lgrein- ingar mannsins á jörðinni sem verk hans samanlagt stefnir að. Þessi mynd íslands hlýtur skírslu sína og stað- festingu, verður til, í Fjallkirkjunni og er öll komin undir stöðu Ugga sem scgumanns og sjáanda verksins. Fjall- kirkjan er tiltekin tímarúmsýn til „lífs- ins“: upprifjun fortíðar úr tilteknum áfanga þroskaferils. Þessi áfangi er hvergi staðhæfður í Fjallkirkjunni fyrr en í lok verksins, en hann er ævinlega nálægur í frásögninni sem forsenda endurminningarinnar; sá tónn er sleg- inn þegar í upphafsorðunum. Tími Fjallkirkjunnar er líðandi tími, si- straumur tímans höndlaður í áþreif- anlegri skynjun og staðhæfingu tiltek- inna stunda, tiltekins fólks, tiltekins lands; þess vegna hefur verkið svip af frjálsu óskilgreindu lífi, óháð upp- timbrun venjubundinnar skáldsögu. En umgerð þessarar lífssýnar er þroska- saga Ugga Greipssonar, sköpuð af líf- inu sem þar er lifað: hann er sjáandi og skynjandi þess lífs sem hann tjáir í verkinu, það berst okkur allt um skilningarvit hans, er allt minning hans, og hann er sjálfur óhjákvæmileg afurð þess, mótaður í skynjun og at- hugun atvika sögunnar og viðbrögðum sínum við þeim. I þessu órofa sam- hengi sögumanns og söguefnis, lands og fólks og lífs, er freistandi að sjá upphafið að örlagaskilningi Gunnars Gunnarssonar, sem mjög lætur til sín taka í síðari verkum hans en varla er til nema í drögum í hinum fyrri. Tíminn er virkur með allt öðrum hætti í Svartfugli en Fjallkirkjunni, en tímavíddin sem umgerðin skapar sögunni er engu síður mikilsverður þáttur hennar: kastljósi er beint aflur til fortíðarinnar, að þröngu kyrr- stæðu sviði, og í þessari sýn er allur lífsvandi sögunnar hlutgerður í mvnd FÉLAGSBRÉF 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.