Félagsbréf - 01.12.1963, Side 32

Félagsbréf - 01.12.1963, Side 32
lokið! Um leið geisa ný norðurljós fram úr annarri átt, geisa fram með ofbirtufullu litskrúði, þenjast yfir allan himinbogann, draga sig þar næst saman og eru allt í einu orðin eins og lítið kerti við rekkjustokk veiks barns; og siðan er allt í logum á ný, logum, logum! — ógerningur að greina einn frá öðrum, alhorfnir eftir andartak. Hér stóð ég einn saman undir norður- ljósunum, smár og einmana maður; maður, sem meira að segja hafði yfirgefið sjálfan sig! — stóð þar hjá flata steininum í tún- inu, snar þáttur næturinnar sjálfrar, þess- arar yfirþyrmandi norðurljósanætur sem uppsvalg alla ókyrrð. Og samt.... samt var ég svo mjög með sjálfum mér (eða ekki með sjálfum mér), að ég laut niður, Iteygði mig alveg niður í myrkrið og þreifaði fyrir mér eftir — brotunum af mölvaða glasinu. Fyrst varð ég hissa á því, að ég skyldi engin finna: en brátt mundi ég eftir því, að þar hafði reyndar ekki lirotnað neitt glas. Það' er ekki ótíður skilningur að skáldverk verði dregin saman í lil- tölulega einfaldar „staðhæfingar um Iífið“: þetta sé „inntak“ verksins sem að öðru Ieyti sé aðeins útsetning og túlkun hins tiltekna stefs. Þessi hug- mynd, sprottin af ýktum greinarmun „efnis“ og „forms“, er langt of ein- föld: „heimspekilegt inntak“ skáld- verks verður ekki staðhæft til neinnar fullnuslu í annarri mynd en verksins sjálfs. Fullkomnun verksins er full- komnun staðhæfingarinnar; og inntak verks því aðeins „rangt“ að framsetn- ing þess sé röng: ófullkomin eða mis- heppnuð. Sá sem hafnar mynd Eyjólfs í hlíðinni, „svimahátt up|)i“, og guðs- hugmynd hans í Svartfugli getur ekki skynjað „heimspeki“ verksins; sá sem afneitar norðurljósaskynjuninni í öðr- um kafla Vikivaka hafnar þar með 28 FÉLAGSBRÉF Jaka Sonarsyni og lífsvanda hans. Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunn- arsson er lieimspekilegt verk i þeim skilningi að þar er kapprætt um „heimspekileg“ efni, teflt fram full- trúum fjölbreytilegra lífskoðana og aukinheldur hirt í lokin liltekin nið- urstaða af sögunni: „Verið góðir hver við annan.“ Hún er lögð í munn Jóni Oddssyni, sem í Sælir eru einfaldir hefur sambærilegt hlutverk við Jaka í Vikivaka og Eyjólf í Svartfugli: sag- an er að nafninu til gerð á sama hált. Sögugrindin er með einföldu móti: sagan gerist, með auðsóttri biblíutil- vísun, öll á einni viku, upphafs- og niðurlagskaflar hennar segja báðir frá „sjöunda deginum“ og mynda nið- urstöður sögunnar þannig umgerð hennar; viðskipti Páls Einarssonar og Gríms Elliðagríms hafa í Sælir eru einfaldir sömu stöðu og Sjöundármál í Svartfugli, Fokstaðafurður í Viki- vaka. En Jón Oddsson bregzt hlut- verki sínu í sögunni, eða öllu heldur: hann hefur enga skýra stöðu í heildar- mynd verksins. Skynjun hans er ófull- nægjandi vegna þess að hann verður ekki sjálfur skynjaður í atvikum sög- unnar; henni er ekki skapað það innra samhengi sem grundvalli óhjákvæmi- lega röknauðsyn sögurásarinnar. Af þessum sökum verður bygging sögunn- ar varla meira en einfalt tæknibragð: hagleikur sögunnar er allur á ytra- borði hennar. Sögusviðið er sem kunn- ugt er Reykjavík á dögum eldgoss og farsóttar (með Kötlugosið og spönsku veikina árið 1918 að tilefni); af því er brugðið upp einfaldri, stilfærðri mynd: forugar götur, myrk hús ful!

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.