Félagsbréf - 01.12.1963, Blaðsíða 32

Félagsbréf - 01.12.1963, Blaðsíða 32
lokið! Um leið geisa ný norðurljós fram úr annarri átt, geisa fram með ofbirtufullu litskrúði, þenjast yfir allan himinbogann, draga sig þar næst saman og eru allt í einu orðin eins og lítið kerti við rekkjustokk veiks barns; og siðan er allt í logum á ný, logum, logum! — ógerningur að greina einn frá öðrum, alhorfnir eftir andartak. Hér stóð ég einn saman undir norður- ljósunum, smár og einmana maður; maður, sem meira að segja hafði yfirgefið sjálfan sig! — stóð þar hjá flata steininum í tún- inu, snar þáttur næturinnar sjálfrar, þess- arar yfirþyrmandi norðurljósanætur sem uppsvalg alla ókyrrð. Og samt.... samt var ég svo mjög með sjálfum mér (eða ekki með sjálfum mér), að ég laut niður, Iteygði mig alveg niður í myrkrið og þreifaði fyrir mér eftir — brotunum af mölvaða glasinu. Fyrst varð ég hissa á því, að ég skyldi engin finna: en brátt mundi ég eftir því, að þar hafði reyndar ekki lirotnað neitt glas. Það' er ekki ótíður skilningur að skáldverk verði dregin saman í lil- tölulega einfaldar „staðhæfingar um Iífið“: þetta sé „inntak“ verksins sem að öðru Ieyti sé aðeins útsetning og túlkun hins tiltekna stefs. Þessi hug- mynd, sprottin af ýktum greinarmun „efnis“ og „forms“, er langt of ein- föld: „heimspekilegt inntak“ skáld- verks verður ekki staðhæft til neinnar fullnuslu í annarri mynd en verksins sjálfs. Fullkomnun verksins er full- komnun staðhæfingarinnar; og inntak verks því aðeins „rangt“ að framsetn- ing þess sé röng: ófullkomin eða mis- heppnuð. Sá sem hafnar mynd Eyjólfs í hlíðinni, „svimahátt up|)i“, og guðs- hugmynd hans í Svartfugli getur ekki skynjað „heimspeki“ verksins; sá sem afneitar norðurljósaskynjuninni í öðr- um kafla Vikivaka hafnar þar með 28 FÉLAGSBRÉF Jaka Sonarsyni og lífsvanda hans. Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunn- arsson er lieimspekilegt verk i þeim skilningi að þar er kapprætt um „heimspekileg“ efni, teflt fram full- trúum fjölbreytilegra lífskoðana og aukinheldur hirt í lokin liltekin nið- urstaða af sögunni: „Verið góðir hver við annan.“ Hún er lögð í munn Jóni Oddssyni, sem í Sælir eru einfaldir hefur sambærilegt hlutverk við Jaka í Vikivaka og Eyjólf í Svartfugli: sag- an er að nafninu til gerð á sama hált. Sögugrindin er með einföldu móti: sagan gerist, með auðsóttri biblíutil- vísun, öll á einni viku, upphafs- og niðurlagskaflar hennar segja báðir frá „sjöunda deginum“ og mynda nið- urstöður sögunnar þannig umgerð hennar; viðskipti Páls Einarssonar og Gríms Elliðagríms hafa í Sælir eru einfaldir sömu stöðu og Sjöundármál í Svartfugli, Fokstaðafurður í Viki- vaka. En Jón Oddsson bregzt hlut- verki sínu í sögunni, eða öllu heldur: hann hefur enga skýra stöðu í heildar- mynd verksins. Skynjun hans er ófull- nægjandi vegna þess að hann verður ekki sjálfur skynjaður í atvikum sög- unnar; henni er ekki skapað það innra samhengi sem grundvalli óhjákvæmi- lega röknauðsyn sögurásarinnar. Af þessum sökum verður bygging sögunn- ar varla meira en einfalt tæknibragð: hagleikur sögunnar er allur á ytra- borði hennar. Sögusviðið er sem kunn- ugt er Reykjavík á dögum eldgoss og farsóttar (með Kötlugosið og spönsku veikina árið 1918 að tilefni); af því er brugðið upp einfaldri, stilfærðri mynd: forugar götur, myrk hús ful!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.