Félagsbréf - 01.12.1963, Side 33

Félagsbréf - 01.12.1963, Side 33
meS sjúkdóm og neyð, eldstólpinn við sjóndeildarhring opinbert tákn eyð- ingar og dauða. Við þessa baksýn er hugmyndaeinvígi sögunnar háð í betri stofum borgaranna í bænum: Sælir eru einfaldir er „borgaraleg“ skáldsaga í þeim skilningi að þar er gerður glöggur greinarmunur hinnar „betri“ stéttar, menntamannanna sem taka beinan þátt í sögunni, og óbreytts almúgans sem fyllir upp baksvið henn- ar í frásögn Jóns Oddssonar. Mætti trúlega gera fróðlega skyldleikakönn- un hennar (og Vargs í véum) og Reykjavíkursagna Einars H. Kvarans; báðir höfundar lýsa „andlegri“ bar- áttu undir yfirskini raunsærrar sam- tíðarlýsingar, en báðum er „heim- speki“ verkanna efst í hug, lögð í munn tilteknum persónum og birt í útleggingu sögumannsins; hjá hvorug- um er umhverfislýsingin meir en ytri umgerð „sjálfrar“ sögunnar. En sögu- maður Kvarans stendur utan sögunn- ar, forðast að mestu beina útleggingu af henni, sér persónurnar úr nokk- urri fjarlægð og söguna í samhengi sögufólksins þótt afstaða sjálfs hans fari varla dult: í þessum mæli er raunsæisaðferð hans heppnuð og sig- ursæl. Jón Oddsson stendur hins veg- ar alltaf milli sögu og lesanda í Sælir eru einfaldir; staða hans er éskil- greind af umhverfislýsingu og atburða- rás sögunnar og megnar því ekki að staðfesta þann lífsvanda sem sagan á að lýsa; tilfinning lians, sem litar alla söguna, getur ekki lifað, en verður jafnan tilfinningasemi. Hliðstæðu- dæmi þessu til skýringar eru þáttur Grímsa litla halta í Ofurefli og Önnu litlu vinkonu Jóns Oddssonar í Sælir eru einfaldir: einföld lýsing Grímsa hæfir viðkvæmni Kvarans sem er grundvölluð í sögu hans, í kristmynd ])restsins; Jón Oddsson er hins vegar ásjónulaus maður: tilfinning hans til Önnu er ekki tjáð í raunhæfri skynjun, hún er óskilgreind og því ósönnuð. Oft er vitnað til þeirra staða í Fjall- kirkjunni þar sem Island stígur upp í vitund Ugga Greipssonar í útlegð- inni, skapað honum af henni, af fjar- lægð lians í rúmi og tíma frá landinu og æsku sinni þar: Allt í einu l)irtist mér land, loft og árs- tíðir í einni mynd, skilríkri og fastmót- aðri, óaðsk'iljanlegri lífi mínu og ldóði, í nokkurs konar innri skynjun vitraðist mér innsta aðal landsins, ljósblær þess, keimur- inn af moldinni, liljómfall lifsins j>ar, hið sérstaka inntak og eðli eyvistar minnar.... Þessa nótt fannst mér örlaganornin standa yfir höfðalagi mínu í myrkrinu. Þessi „innri skynjun“ lands og lífs. hin „skilríka og fastmótaða“ mynd ]>ess ræður lífmögnun stílsins í Fjall- kirkjunni, hinni undursamlegu nálægð lífsins sem sagan tjáir; vegna vitaðr- ar samstöðu sögumanns og höfundar má vera heimilt að ætla að þarna greini Gunnar frá eigin reynslu sinni, birti rökin til eigin listar. í Fjall- kirkjunni verða þáttaskil á ferli Gunn- ars Gunnarssonar: bún lýkur reynslu- árum hans, vottar stöðu hans sem fullþroska liöfundar, skilgreinir við- fangsefni hans framvegis. Sú sýn til íslands sem verður til í Fjallkirkjunni ræður verkum hans síðan, vanmáttur æskuverkanna kemur til af því að þar FÉLAGSBRÉF 29

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.