Félagsbréf - 01.12.1963, Page 34

Félagsbréf - 01.12.1963, Page 34
er hún enn ekki fullnuð. Fólk hans hlýtur að standa föstum fótum á jörð- inni til að' öðlast líf og lit í verki hans; í raunskynjuðu samhengi mann- legs félags, í áþreifanlegu landslagi undir stirndum himni er vandi þess fyrst verulegur. „Orðið öðlast ekki líf fyrr en blóðið verður blek og blekið blóð,“ segir í Vikivaka; raunskynjun skáldskapar- ins, veruleikastaðfesta hugarspunans er uppistaðan í umræðu verksins um stöðu, og ábyrgð, listar og listamanns; í söguhættinum sjálfum hrósar þessi samspuni sigri. Hin heita sýn Jaka Sonarsonar til landsins og hin ná- kvæma skynjun þess eru í framhaldi af skynjunarhætti Ugga í Fjallkirkj- unni; nema í Vikivaka er landið séð og skynjað í miklu persónulegra ná- vígi; þar er einræktuð og mögnuð af ástríðu sýnin til landsins sem í Fjall- kirkjunni er í senn sjálfgefinn þáttur í lífsmynd verksins og afurð hennar, tilkomin í minningunni. Eftir Viki- vaka hefst Gunnar Gunnarsson handa af kappi um landnámsbálk sinn, flokk 12 sjálfstæðra sagna „som samlet gerne skulde give llilledet af et Folks Vorden og Liv“.* í Jörð, þeirri sögunni sem hæst ber í Landnámi, er ímynd íslands hafin í goðsöguveldi: Jörð er helgisaga um land sem er numið, jörð sem maðurinn vinnur sér og binzt skyldum við, um hátíðlegt * Eftirmáll viB frumútgáfu Jarðar þar sem gerð er grein íyrir Landnámi. Þar eru Fóstbræður taldir fyrsta bindi flokksins. Jörð annað og Jón Arason sjöunda; Svart- fugl og Vikivaki hafa orðið til ,,á leiðlnni". samhengi manns og lífs og lands. En forsenda þessarar sýnar er hin ná- komna, þjáningarfulla skynjun lands- ins í Vikivaka. Hinir hraðfleygu dag- ar, hið fallvalta líf sem hverfist hjá í stundarvikivaka milli myrkrar mold- ar og uppheima, ástríðuheit angist Jaka Sonarsonar í þessari lífskynjun er samstæð andhverfa hinnar goðbornu tignar jarðnesks lífs sem lýst er í Jörð, frómlundaðrar undirgefni manns- ins undir ásköpuð örlög sín, auð- mjúkrar samstöðu, og samruna, allr- ar jarðneskrar tilveru. Einn þeirra angistardrauma minna, sem morgunbirtan splundraði af mildi sinni, líkt og æðandi skýjabólstrum, var sá. aS ég riSi á náttarþeli á vængjuSu málmhjóli, svörtu, sem hrökk í tvennt undir mér, og ég gripi sinn hlutann meS hvorri hendi til aS verjast, því lítill maSur var á sveimi í nánd viS mig og hafSi illt í hyggju. Þetta er draumur Jaka Sonarsonar; í Jörð dreymir Þorstein Ingólfsson að hann ríði til þings: En ég reiS ekki á hesti. Eg reiS gamla, staka vagnhjólinu, sem liggur og hefur veriS á flækingi niSur viS naustin. Ég var ekki svipstund aS komast þangaS uppeftir! Og þó var niSamyrkur. Þegar ég kom í áfangastaS, hrast hjóIiS undir mér, sundr- aðist í tvo hluta. Menn mínir, sem höfSu komiS upp hlóSum og sett pott á þær, tóku hrotin og hjuggu til eldiviSar. Þegar þeir tóku aS leggja viSinn úr hjólinu á eldinn, hlossaSi hann upp. Hann lýsti viSa vegu ! næturmyrkrinu. í Jörð eru fólgin svörin við öllum lífsvanda Vikivaka; þar er fullnuð sú 30 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.