Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 34

Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 34
er hún enn ekki fullnuð. Fólk hans hlýtur að standa föstum fótum á jörð- inni til að' öðlast líf og lit í verki hans; í raunskynjuðu samhengi mann- legs félags, í áþreifanlegu landslagi undir stirndum himni er vandi þess fyrst verulegur. „Orðið öðlast ekki líf fyrr en blóðið verður blek og blekið blóð,“ segir í Vikivaka; raunskynjun skáldskapar- ins, veruleikastaðfesta hugarspunans er uppistaðan í umræðu verksins um stöðu, og ábyrgð, listar og listamanns; í söguhættinum sjálfum hrósar þessi samspuni sigri. Hin heita sýn Jaka Sonarsonar til landsins og hin ná- kvæma skynjun þess eru í framhaldi af skynjunarhætti Ugga í Fjallkirkj- unni; nema í Vikivaka er landið séð og skynjað í miklu persónulegra ná- vígi; þar er einræktuð og mögnuð af ástríðu sýnin til landsins sem í Fjall- kirkjunni er í senn sjálfgefinn þáttur í lífsmynd verksins og afurð hennar, tilkomin í minningunni. Eftir Viki- vaka hefst Gunnar Gunnarsson handa af kappi um landnámsbálk sinn, flokk 12 sjálfstæðra sagna „som samlet gerne skulde give llilledet af et Folks Vorden og Liv“.* í Jörð, þeirri sögunni sem hæst ber í Landnámi, er ímynd íslands hafin í goðsöguveldi: Jörð er helgisaga um land sem er numið, jörð sem maðurinn vinnur sér og binzt skyldum við, um hátíðlegt * Eftirmáll viB frumútgáfu Jarðar þar sem gerð er grein íyrir Landnámi. Þar eru Fóstbræður taldir fyrsta bindi flokksins. Jörð annað og Jón Arason sjöunda; Svart- fugl og Vikivaki hafa orðið til ,,á leiðlnni". samhengi manns og lífs og lands. En forsenda þessarar sýnar er hin ná- komna, þjáningarfulla skynjun lands- ins í Vikivaka. Hinir hraðfleygu dag- ar, hið fallvalta líf sem hverfist hjá í stundarvikivaka milli myrkrar mold- ar og uppheima, ástríðuheit angist Jaka Sonarsonar í þessari lífskynjun er samstæð andhverfa hinnar goðbornu tignar jarðnesks lífs sem lýst er í Jörð, frómlundaðrar undirgefni manns- ins undir ásköpuð örlög sín, auð- mjúkrar samstöðu, og samruna, allr- ar jarðneskrar tilveru. Einn þeirra angistardrauma minna, sem morgunbirtan splundraði af mildi sinni, líkt og æðandi skýjabólstrum, var sá. aS ég riSi á náttarþeli á vængjuSu málmhjóli, svörtu, sem hrökk í tvennt undir mér, og ég gripi sinn hlutann meS hvorri hendi til aS verjast, því lítill maSur var á sveimi í nánd viS mig og hafSi illt í hyggju. Þetta er draumur Jaka Sonarsonar; í Jörð dreymir Þorstein Ingólfsson að hann ríði til þings: En ég reiS ekki á hesti. Eg reiS gamla, staka vagnhjólinu, sem liggur og hefur veriS á flækingi niSur viS naustin. Ég var ekki svipstund aS komast þangaS uppeftir! Og þó var niSamyrkur. Þegar ég kom í áfangastaS, hrast hjóIiS undir mér, sundr- aðist í tvo hluta. Menn mínir, sem höfSu komiS upp hlóSum og sett pott á þær, tóku hrotin og hjuggu til eldiviSar. Þegar þeir tóku aS leggja viSinn úr hjólinu á eldinn, hlossaSi hann upp. Hann lýsti viSa vegu ! næturmyrkrinu. í Jörð eru fólgin svörin við öllum lífsvanda Vikivaka; þar er fullnuð sú 30 FÉLAGSBRÉF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.