Félagsbréf - 01.12.1963, Blaðsíða 35
skilgreining mannsins sem öll verk
Gunnars Gunnarssonar stunda eftir.
Hún lifir í verki hans sannlegu lífi:
hlutgerður veruleiki, skynbundin orð-
list.
Bækur Gunnars Gunnarssonar, sem hér er
vikið að, hafa komið út sem hér segir
á dönsku og íslenzku:
Sœlir cru einfaldir: á dönsku 1920. ÞýS.
Vilhjálms Þ. Gíslasonar 1920. Þýð.
Skúla, Bjarkan 1955. (Rit G.G. XVII,
endurpr. i Skáldverk G.G. III—V.)
Skv. bókaskrá Haralds Sigurðssonar
hefur hún orðið með vinsælustu hókum
Gunnars í Danmörku, komið út í 14
útg., 45 000 eint.
Fjallkirkjan: á dönsku í fimm hlutum
1923—1928. Þýð. Halldórs Kiljans Lax-
ness, Kirkjan á fjallinu, í þremur hlut-
um 1941—1943. (Rit G.G. I—III, end-
urpr. í einu bindi 1951, Skáldverk G.G.
VI,i,—VI,2, 1961—1962.)
Svartfugl: á dönsku 1929. Þýð. Magnúsar
Ásgeirssonar 1938. (Endurpr. Rit G.G.
XV, 1944, Skáldverk G.G. XIV—XVI,
1963.)
Vikivaki: á dönsku 1932. Þýð. Halldórs
Kiljans Laxness 1948. (Rit G.G. VI,
endurpr. í Skáldverk G.G. VI—VIII,
1962.)
JörS: á dönsku 1933. Þýð. Sigurðar Einars
sonar 1950. (Rit G.G. IX, endurpr.
Skáldverk G.G. IX—X, 1962.)
Sverrir Hólmarsson leggur stund á íslenzk
fræði við Háskóla Islands, stúdent í Reykja-
vík 1961. Ilann stendur ásamt Þorsteini
Gylfasyni að tímaritinu JörS sem hóf göngu
sína fyrr á þessu ári, en í fyrsta hefti þess
er m.a. grein um ASventu Gunnars Gunn-
arssonar.
Albert Dam er danskur höfundur, fæddur
1880. Fyrstu verk hans birtust upp úr alda-
mótum, og hafa bækur lians siðan komið
á margra ára fresti, og hafa hinar síðustu
þótt sæta mestum tiðindum. Sagan sem hér
birtist er úr bókinni Syv skilderier sem í
fyrra þótti einhver merkust bók í Danmörku
og hlaut margvíslegan sóma og viðurkenn-
ingu. Sagan nefnist að undirheiti á frum-
málinu mynd úr hversdagslífinu; en aðrar
sögur í bókinni gerast sumar á forsöguöld
og aðrar í óraframtíð. Albert Dam rak
lengi kaffihús, og hefur auk skáldrita skrif-
að um tóbaksrækt. Hann lætur aldurinn
ekki á sig fá en gefur út nýja bók í haust,
Vesteuropœers Bekendelser, ritgerðir um
sagnfræðileg, heimspekileg og trúarlcg við-
fangsefni ásamt tveimur nýjum sögum.
BöSvar GuSmundsson er sonur Guðmundar
Böðvarssonar skálds á Kirkjubóli, fæddur
1939. Ljóð Böðvars hafa ekki hirzt nema í
skólablöðum til þessa, en fyrsta Ijóðahók
hans Austun Elivoga kemur út hjá Almenna
hókafélaginu nú í haust. Böðvar leggur stund
á íslenzk fræði við Háskóla íslands.
FÉLAGSBRÉF 31