Félagsbréf - 01.12.1963, Page 38
húsi skauzt með kollhúfu á höfðinu
yfir vinnusvæðið, hjá skúr einum lá
blikkkútur á hliðinni með járnkeðju
milli tappa og handfangs, eftir margar
tilraunir kom drengurinn fæti undir
keðjuna og rykkti í, tappinn skrapp
úr, einhver vökvi vall úr kútnum nið-
ur í lausan jarðveginn, og drenguririn
gekk í hægðum sínum skáhallt yfir
svæðið í átt til götunnar. Hann vings-
aði skjalatöskunni og hraðaði göng-
unni.
Sveiattan, þetta var ljótt af þér,
sagði hann um leið og hann hraðaði
sér hjá. Strákurinn horfði þrjózku-
lega fram hjá honum og varð eftir í
göngunum að neðanjarðarbrautarstöð-
inni. Húfan var með breiðum hvítum
hring, og upp úr kollinum stóð blár
brúskur. Fast við tröppurnar og miða-
sölubásinn stóð Vilhelm Hansen í
ljósleitum vorfrakka og Heinrik Svend-
sen í bláum jakkafötum, Vilhelm var
skólabróðir hans og ritari í verkalýðs-
sambandi, Heinrik Svendsen þekkti
hann af blaðamyndum sem fulltrúa
vinnuveitendafélagsins. Hún syngur
yndislega, sagði Vilhelm. Hvernig hún
getur haldið tóninum, sagði Heinrik
Svendsen. Það er ótækt að láta þetta
verkfall standa lengur, þið ættuð að
reyna að binda enda á það í staðinn
fyrir að vera að masa um dægurlaga-
söngkonur, hreytti hann í þá um leið
og hann gekk hjá, skjalataskan straukst
við fótleggi hans, og mennirnir tveir
sneru sér báðir reiðilega að honum
og þokuðu sér nær hvor öðrum. Það
sá hann ekki og kom nú að þyrpingu
á stöðvarpallinum, stillileg tóm og
þrungin andlitin í kringum hann, alla-
34 FÉLAGSBRÉF
vega klætt fólkið sem stóð þarna við-
búið, tilfinningin sem frá því stafaði
um sameiginlega þátttöku í einhverju
sem ekki var tengt neinni skyldukvöð,
þetta fyllti hann yl ókennilegrar gleði,
handfangið á skjalatöskunni rann úr
lófa hans og hékk eins og fis á
fremsta köggli litla fingurs.
Þegar þyrpingin þokaðisl inn í
breiðar miðjudyrnar á lestarvagnin-
um, greindust einstaklingarnir hver
frá öðrum, hver með sinn svip og sitt
yfirbragð, hann þrýsti skjalatöskunni
upp að bringunni og fann sér sæti við
gluggann, hjá honum settist kona með
fagurrautt hár, og hann yrti ekki á
hana, það var ekki til siðs í úthverfa-
lestum. Hann lagði skjalatöskuna á
kné sér, úti, cséður uppi yfir lestinni,
straukst straumteinn við þaninn raf-
strenginn, og lestin rann af stað, inni,
á tveimur sætaröðum og tveimur ein-
stökum sætum aftast, þar sem lestar-
þjónninn hafði aðsetur öðrum megin,
sat fólkið með andlitin í inniluktu
tómi, og hver og einn byrgði hug sinn
miskunnarlaust. Fólk kvartar í blöð-
um og bókum yfir einmanaleik sínum,
hugsaði hann með sér, útvarp og sjón-
varp, bækur og blöð gefa hverjum
manni sitt og skilja hann frá öðrum,
þegar færi býðst svo til að tala saman
lokar fólk að sér, það er ekki rétt.
Hann setti skjalatöskuna við hlið sér
upp við sætisbakið og sá greinilega
ofan frá, ofan af brautargarðinum, að
gömul trjágöng höfðu verið rofin með
götum og húsaröðum, aðeins stakir
smákaflar stóðu eftir í görðum og
portum og sýndu stefnuna, hann vissi
ekki hvort það var rétt eða rangt. Þeir