Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 40
aftur inn í skrifstofuna til að láta bæta
í þeim sýnishornum sem vantaði áður
en hann sækti töskuna á mánudags-
morgun.
Vikapiltur úr birgðageymslunni í
brúnum vinnujakka var að afhenda
sölustjóranum afgreiðslulista þegar
hann kom aftur, sölustjórinn lagði
skjölin annars hugar undir bréfafarg
og benti piltinum að hinkra við. Pilt-
urinn tók sér stöðu úti í einu horni
skrifstofunnar og beið þar, með sítt
hár í hnakkanum og þykkan lokk yfir
vinstra auga. Sölustjórinn bauð hon-
um sæti á stólnum sem fyrr og rétti
honum pantanaafritin svo að hann
gæti fengið sölulaunin greidd hjá
gjaldkera síðar, næstum helmingur
pantananna hafði verið strikaður út,
grisjuðu seðlana átti að senda í birgða-
geymsluna, hitt afritið, það óskerta,
höfðu viðskiptavinirnir undir höndum,
þeir biðu eftir vörunum sem þeir
höfðu pantað og gerðu ráð fyrir þeim,
hann hafði boðið þeim þær til kaups
og sumpart talið þá á að kaupa, hann
var gerður ómerkur orða sinna. En
við höfum vörurnar enn þá, sagði liann
lágmæltur. Við getum ekki útvegað
meira eins og stendur, sagði sölustjór-
inn og pikkaði laust með blýanti á
auðan hlett á skrifborði sínu. Hækka
þessar vörur í verði þegar verkfall-
inu lýkur? spurði hann dræmt. Ef
til vill, svaraði sölustjórinn og brosti
sáttfúslega. Þær hafa ekki hækkað enn,
sagði hann og beit saman tönnunum.
Sölustjórinn kumraði góðlátlega, við
verðum að tryggja okkur gegn síðari
verðlækkun og tjóni af völdum verk-
fallsins. Hann varð reikull í rómnum
og hendurnar fitluðu í sífellu við hand-
fangið á skjalatöskunni, bara ef þessar
pantanir yrðu afgreiddar að fullu, þótt
vörurnar yrðu framvegis ekki fáanleg-
ar.
Þér vitið að það er skrifstofan sem
ákveður hvort unnt sé að afgreiða pönt-
un, sagði sölustjórinn og lokaði munn-
inum eins og hér væri um endanlegan
úrskurð að ræða. Hann reis á fætur í
skipandi kröfu, skjalataskan seig
niður á gólfið og hendur hans fálm-
uðu umkomuleysislega út í loftið yfir
borðinu. Það er rangt að halda vörum
fyrir viðskiptavinum á meðan við
eigum þær til, sagði hann og stóð kyrr
í sömu sporum. Ef þér getið ekki
starfað með okkur eruð þér frjáls
að því að fara frá okkur, sagði
sölustjórinn og yppti öxlum án
þess að rísa á fætur. Ég vil
aðeins halda ykkur á réttri braut,
og það á að láta í töskuna sýnishorn
af öllum þeim vörum sem við höfum
enn þá, sagði hann og settist aftur á
stólinn. Það skal gert, með því móti
er minnt á vörurnar og verðhækkunin
verður minna áberandi, sölumenn okk-
ar mega gjarnan áfellast okkur við
viðskiptavinina fyrir varkárni okkar,
sagði sölustjórinn eins og til að gera
gott úr öllu saman og lét axlirnar
síga. Fyrirheitið um fulla sýnishorna-
tösku hafði mildað hina skipandi
kröfu hans í bili, skrifstofan átti
einnig við sína erfiðleika að etja og
sýndi honum lipurð, hann beygði sig
seinlega, tók upp skjalatöskuna og hélt
á braut með hana. Vikapilturinn stóð
og beið í skoti sínu með úfið hár í
hnakka og lokk yfir vinstra auga og
36 FÉLAGSBRÉF