Félagsbréf - 01.12.1963, Qupperneq 42

Félagsbréf - 01.12.1963, Qupperneq 42
fermdur vörubíll og fyllti gangopið. Hann hörfaði undan og beið með skjalatöskuna aftur á herðum, hon- um hafði verið sagt, að þegar hann var barn hefði hann legið grátandi í vöggunni, magur og með ló af hungri af því að hann vildi ekki annan mat en móðurmjólk sem ekki var nóg, síðar hafði hann leikið sér með öðrum drengjum og telpum úr húsunum við götuna, þau vildu ekki leika sér eins og átti við hann og hann var rótlaus meðal þeirra, hann hafði reikað um í syngjandi hópi með öðrum unglingum, söngurinn var ekki í réttri tóntegund, hann varð full- orðinn og hann kynntist mönnum sem honum féll vel við, mönnum sem hann fékk ímugust á, hann vann með öðrum og enginn gerði alls kostar eins og hann vildi hafa, hann sjálfur, líf hans, var hans eigin eign, ósigrar hans komu engum við, og það gerði ekkert til að hann gat ekki komið iþví fyrir sig hvað það var sem hann þurfti að muna, hann varð að borða og hreyfa sig dag hvern, losa líkam- ann við úrgangsefnin nokkurn veginn reglulega, um hamingju eða óham- ingju tjáði ekki að fást. Þegar vörubíllinn, stór og há- fermdur, kom út og sveigði úr port- inu fyllti hann svo götuna að það virtist ótrúlegt að hann hefði nokkru sinni komizt í gegnum hin mjóu port- göng. Hann tók í handfangið á skjala- töskunni eins og velsæmið krafði og bar liana með ofurlítið bognum hand- legg í átt til miðhússins þar sem skrif- stofurnar voru, við opna vörulyft- una í hliðarhúsinu var nágranna- strákurinn að starfi og horfði ein- dregið fram hjá honum með hatur í augum og kollhúfuna typpta á höfð- inu, nú svo að hann vann hér. f fremra herberginu tók á móti honum hávaxin, mjó og hvít stúlka sem ekki varð séð hvort væri átján eða þrjá- tíu og átta ára eða einhvers staðar þar á milli, hún varð kyrr inni í skrifstofunni við lítið borð með rit- vél og lagði skrifblokk fyrir framan sig, hún horfði blíðum augum á starfs- mannastjórann. Hann settist með skjalatöskuna upprétta á hnjánum og tók upp meðmælabréfin sín sem hann hafði einnig sent afrit af, og hér voru tvö í viðbót, kannski starfsmanna- stjórinn vildi sjá frumritin. Starfs- mannastjórinn lagði skjölin sér til hægri handar, það sem þá vantaði var maður sem gæti samræmt störfin á verkstæðunum og í afgreiðslunni, hvern dag og hverja stund, reyndur sölumaður þekkti viðskiptavini og vörur og ætti að vera fær um að knýja fram hámarksafköst á báðum stöðum. Það er ekki rétt að knýja fram há- marksafköst hvað sem það kostar sagði hann fljótmæltur og reis á fæt- ur með opna skjalatöskuna laushang- andi í hendinni, þessa fannst honum krafizt af sér. Og hann kom sér ekki til að setjast aftur, hann hélt áfrani að standa svona með skjalatöskuna hangandi losaralega í hendi sér og tautaði, maðurinn er mikilvægari en atvinnureksturinn, sá sem hefur um- fangsmikinn atvinnurekstur verður að kunna að taka tillit til starfsfólksins, fyrirtækið er einskis megnugt án 38 FÉLAGSBRÉF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.