Félagsbréf - 01.12.1963, Side 44
einhvers sem ekki lægi neitt á að'
finna. Birta götunnar hélt áfram ofar
húsaþökunum í sindrandi skærum há-
degisljóma, eins og þar úti fyrir biði
eitthvað sem gæti hafið þennan rangl-
andi mannfjölda til sóknar að háleitu
og helgu markmiði sem mikið lægi á
að finna.
Hann stóð framan við portgöng með
skjalatösku í hendinni, hann hafði
skynjað sinn eigin lífsótta og sinn
eigin ósigrandi lífsvilja, sinn eigin
veikleik og sitt eigið óbætanlega
lífsgildi og hann liafði starf sitt til
að styðjast við. Það var við enda þess-
arar götu sem Jósef átti heima, hann
mundi ekki númerið, hann mundi
þekkja húsið, hann hafði ekki séð
Jósef í tíu ár, það var Jósef sem hafði
sagt þetta sem hann átti alltaf að
muna, nú ætlaði hann að skjótast upp
til hans andartak og fá að heyra það
aftur, hann gæti tekið úthverfalestina
þar skammt frá og komið næstum
jafnsnemma heim. Hann gekk af stað
með skjalatöskuna í hendinni og fór
fram hjá mörgum ranglandi hópum,
hann gekk einsamall. Þarna fer mað-
urinn sem getur komið lagi á aðbúnað
starfsfólksins í heilli verksmiðju áður
en hann veit nokkurn skapaðan hlut
um starfsemina, gall við með hvassri
konurödd J)egar hann gekk fram hjá
hávaxinni hvítleitri stúlku á óljósum
aldri. Reikul umferðin á götunni
staðnaði ógnandi kringum hann, hann
hægði gönguna og vildi ekki flýja
undan hinni reiðilegu rödd. Hann vill
ráða starfsháttum í stóru verzlunar-
fyrirtæki, hann vill taka að sér stjórn-
ina á byggingarlóð sem kemur honum
ekkert við, æptu tvær drengjaraddir
í senn, og piltur með kollhúfu ásamt
öðrum með hárlokk yfir vinstra auga
og í brúnum vinnujakka sneru sér að
honum. Rápstraumurinn hrannaðist
um hann lengra að og færðist
í aukana, hann hélt áfram að ganga
jafnhægt. Hann getur leyst verkfalls-
deilu eins og að drekka vatn, þrumaði
grannur maður, vel l)úinn, með æfðri
hárbeittri ræðumannsrödd.
Reikul mannaferðin safnaðist um
hann úr öllum áttum, svona ósvífinni
og brjálæðislega glæpsamlegri valda-
fíkn varð að hnekkja, menn ruddust
æstir fast að honum, í óákveðinni við-
burðaleit sinni höfðu þeir komið auga
á sérstæðan vegfaranda, á undan
ranglaði meinlaus hópur sem einungis
vildi vera í fararbroddi þar sem eitt-
hvað var að gerast. Hann getur rekið
stórar verksmiðjur án þess að þekkja
vitund til þeirra, hann vill stjórna
stórum ókunnum verzlunarfyrirtækjum,
Iiann getur tvöfaldað vinnuhraðann þar
sem verið er að byggja, hann getur bund-
ið enda á verkföll eins og ekkert sé, var
orgað og skrækt, æpt og öskrað um-
hverfis hann, í gluggunum hæð af
hæð báðum megin götunnar var and-
litum þrýst fast að rúðum, fólk gægð-
ist fram í útidyr. Hann liélt áfram að
ganga hægt sem fyrr, umluktur þoku
þeirrar æsingar og spenntu forvitni
sem frá mannþrönginni stafaði, og
það var á þessari stund að honum
skildist, að enginn á annan rétt en
þann sem umhverfið viðurkennir, það
var þetta sem Jósef hafði sagt að hann
skyldi muna. Lítill þrekinn maður tók
sér stöðu fyrir framan hann, og hann
40 FÉLAGSBRÉF