Félagsbréf - 01.12.1963, Page 48

Félagsbréf - 01.12.1963, Page 48
Tpikninjr, 1962. Þeir málarar eru til (svo sem Nína Tryggvadóttir og Nicolas de Stáel), er falla alls ekki inn í ramma gráu, ljóðrænu uppistöðunnar og vilja held- ur ekki sætta sig við dramatískar fléttur einvörðungu. Þetta fólk hreiðr- ar um sig í svifléttu rúmi, kveikir upp elda og magnar þá unz þeir fylla geiminn að hálfu eða rúmlega það. Eldarnir eru ekki aðeins rauð- gulir heldur líka blásvartir, grænir — eilítið hornóttir og eitraðir á stund- um. Stefnumót þeirra á fletinum leið- ir hugann sízt að lífinu ljúfa. Aftur á móti vekur það manninn hvað eftir annað til umhugsunar um sárustu vandamál: heiðríkjuna, sem ætíð er blandin sársauka, ástríðurnar, sem ekki fá að hlossa nema skamma hríð sakir afskipta skynseminnar, skipu- 44 FÉLAGSBRÉF lagssjónina, er engu máli lyftir, af því að duttlungar fólksins, fordómar þess og heimska leggja ótal hindranir á leið hennar. En í sama mund og til- finningamálararnir snerta þannig kviku lífsins, eru afdráttarlausastir allra, þræða þeir þeir vendilega braut- ina á milli Ijóðræns og kerfisbundins málverks. Meðferð litanna hjá þeim er t.d. harðari en í ómenguðu ríki ljóðsins en á hinn bóginn getur hún kallast mjúk þegar hugsað er til ströngustu geómetríu. Það, sem nú hefur verið nefnt, mátti lesa út úr myndunum á yfirlitssýningu Nínu. Þar mátti einnig finna glöggt, að rómantískt skyn er einn af gildari þáttunum í gerð þessarar fluggáfuðu konu. En einkum var fengur að vitneskjunni um óbrigðula plastíska vitund hennar. Nínu kemur semsé aldrei í hug að seilast út fyrir mál- verkið í leit að skrautfjöðrum. Hermi- brögð aldanna virðast jafnfjarri list hennar og Ástralía Islandi. Um hitt þarf tæpast að ræða, að myndfælin fyrirbæri eins og nýsúrrealisminn, Iitaóráðsían og poppið liggja allar stundir sólarhringsins þúsundir kíló- metra utan sjónhrings hennar. Hvers vegna? Það er af því, að Nína lítur raunsæisaugum á verkefni sin eins rómantísk og næm og hún annars er, horfir á þau ofan af sölum loftsins. Þaðan blasir við kjarninn einn: litar- hráefnið, snerting litarins, hreyfing hans til allra átta á léreftinu, tær grisjan á yfirborðinu en óræð dýpt þegar innar er komið, spennan á milli litabúntanna, sveipir stígandi og fall- andi lífs.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.