Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 48

Félagsbréf - 01.12.1963, Síða 48
Tpikninjr, 1962. Þeir málarar eru til (svo sem Nína Tryggvadóttir og Nicolas de Stáel), er falla alls ekki inn í ramma gráu, ljóðrænu uppistöðunnar og vilja held- ur ekki sætta sig við dramatískar fléttur einvörðungu. Þetta fólk hreiðr- ar um sig í svifléttu rúmi, kveikir upp elda og magnar þá unz þeir fylla geiminn að hálfu eða rúmlega það. Eldarnir eru ekki aðeins rauð- gulir heldur líka blásvartir, grænir — eilítið hornóttir og eitraðir á stund- um. Stefnumót þeirra á fletinum leið- ir hugann sízt að lífinu ljúfa. Aftur á móti vekur það manninn hvað eftir annað til umhugsunar um sárustu vandamál: heiðríkjuna, sem ætíð er blandin sársauka, ástríðurnar, sem ekki fá að hlossa nema skamma hríð sakir afskipta skynseminnar, skipu- 44 FÉLAGSBRÉF lagssjónina, er engu máli lyftir, af því að duttlungar fólksins, fordómar þess og heimska leggja ótal hindranir á leið hennar. En í sama mund og til- finningamálararnir snerta þannig kviku lífsins, eru afdráttarlausastir allra, þræða þeir þeir vendilega braut- ina á milli Ijóðræns og kerfisbundins málverks. Meðferð litanna hjá þeim er t.d. harðari en í ómenguðu ríki ljóðsins en á hinn bóginn getur hún kallast mjúk þegar hugsað er til ströngustu geómetríu. Það, sem nú hefur verið nefnt, mátti lesa út úr myndunum á yfirlitssýningu Nínu. Þar mátti einnig finna glöggt, að rómantískt skyn er einn af gildari þáttunum í gerð þessarar fluggáfuðu konu. En einkum var fengur að vitneskjunni um óbrigðula plastíska vitund hennar. Nínu kemur semsé aldrei í hug að seilast út fyrir mál- verkið í leit að skrautfjöðrum. Hermi- brögð aldanna virðast jafnfjarri list hennar og Ástralía Islandi. Um hitt þarf tæpast að ræða, að myndfælin fyrirbæri eins og nýsúrrealisminn, Iitaóráðsían og poppið liggja allar stundir sólarhringsins þúsundir kíló- metra utan sjónhrings hennar. Hvers vegna? Það er af því, að Nína lítur raunsæisaugum á verkefni sin eins rómantísk og næm og hún annars er, horfir á þau ofan af sölum loftsins. Þaðan blasir við kjarninn einn: litar- hráefnið, snerting litarins, hreyfing hans til allra átta á léreftinu, tær grisjan á yfirborðinu en óræð dýpt þegar innar er komið, spennan á milli litabúntanna, sveipir stígandi og fall- andi lífs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.