Félagsbréf - 01.12.1963, Side 52

Félagsbréf - 01.12.1963, Side 52
H A N N A H A K E N 1) T Eichmann í Jerúsalem Hannah Arendt er þýzkur Gyðingur, banda- rískur borgari, heimspekingur og ritböf- undur. Einkum hefur Hannab Arendl fjallað um stjórnmálaheimspeki; hefur hún verið kölluð einhver skarpskyggnasti stjóni- mála-hugsuður samtímans. Hún var viðstödd réttarhöldin yfir Adolf Eiohmann í Jerú- salem, og hefur skrifað hók um málið, Eichmann in Jerusalem, sem í haust hefur vakið mikla athygli og deilur í Bandarikjun- um. Hér á eftir fara sjö stuttir þættir úr bókinni sem gefa nokkra hugmynd um viðhorf og vinnubrögð Hannah Arendts, og kunna að skýra hvílíka andúð og deilur bók hennar hefur valdið. Greinin birtist fyrst í þessu formi í The Observer, en verulegur hluti af efni bókar innar birtist áður í The Neiv Yorker. 1 „Lexíur" Ben-Gurions. Hafi áhorfendur að réttarhaldinu yfir Eichmann upphaflega átt að vera heimurinn allur og sjónarspilið allur þjáningaferill Gyðinga, brást það vonum manna og fór út um þúfur. Blaðamennirnir voru ekki málinu hollir nema í tvær vikur, og síðan tóku áhorfendur stakkaskiptum. Nú var til þess ætlazt, að áhorf- endur væru einungis lsraelar, svo ung- ir, að saga Gyðinga væri þeim ókunn, eða þá þeir, svo sem Austurlanda- Gyðingar, sem aldrei hefðu heyrt hana. Réttarhaldið átti að sýna þeim líf Gyðingsins í fjandsamlegum heimi: að einungis í ísrael gæti Gyðingur verið óhultur og lifað mannsæmandi lífi. En fæstir áhorfenda voru ungir, og þetta voru ekki ísraelar heldur Gyðingar. Áhorfendur voru ekki ann- að en „eftirlegukindur“, mið'aldra og aldrað fólk, innflytjendur frá Evrópu, eins og ég sjálf, sem vissu reiprenn- andi allt, sem þeir áttu að vita og ekki voru í neinu skapi til að læra neinar lexíur og þurftu sannarlega ekki þetta réttarhald til að komast að eigin niðurstöðum. Vitni kom nú á fætur vitni, ein hrollvekjan bættist annarri, og þarna sat fólkið og lilýddi opinberlega á sögur, sem það hefði naumast um- borið augliti til auglitis við sögumann. Og því hetur sem afhjúpaðar voru „hörmungar Gyðinga af okkar kyn- sló8“ og ræðuskrúð Hausners sak- sóknara gerðist tilkomumeira, þeini mun fölari og draugslegri varð manns- myndin í glerklefanum, og ekkert fingrapat: „Þarna situr ófreskjan, sem á sök á öllu þessu,“ gat kallað liann aftur til þessa lífs. Sem sjónleikur missti réttarhaldið marks beinlínis vegna ofurmagns grimmdarverkanna. En leikurinn sem Ben-Gurion hafði í huga í upphafi var settur á svið, eða öllu heldur „lexíurnar“ sem hann vildi kenna Gyðingum og kristnum mönnum,. 48 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.