Félagsbréf - 01.12.1963, Page 58

Félagsbréf - 01.12.1963, Page 58
handtekinn innan 24ra klukkustunda og horfið síðan umyrðalaust. Gjörræð- isstjórnir okkar tíma leyfa ekki and- stæðingum sínum að deyja mikilfeng- legum, dramatískum píslarvættisdauða fyrir sannfæringu sína. Sumir okkar kynnu að hafa tekið slíkum dauða. Gjörræðisríkið lætur fjandmenn sína hverfa hljóðlega og nafnlaust. Eitt er víst, að sérhver só, sem hefði vogað sér að bíða dauða í stað þess að um- bera glæpinn í hljóði, hefði fórnað lífi sínu til einskis. Þetta táknar ekki, að slík fórn hefði verið siðferðilega fánýt. Hún hefði bara verið til einskis gagns. Enginn okkar átti sér svo ríka sann- færingu, að við gætum lagt á okkur gagnslausa fórn í þágu háleitrar, sið- ferðilegrar hugsjónar.“ En innantómur sómakærleikur var ekki það, sem blasti við augum í fordæmi Antons Schmidts liðþjálfa. Þetta var öllu fremur meinlokan í sjálfri röksemdinni, sem í fyrstu hljómar svo ósegjanlega sannfærandi. Satt er það, að gjörræðisvaldið reyndi að skapa þetta ginnungagap gleymsk- unnar sem gleypti öll mannanna verk, góð jafnt sem ill. En á sama hátt og felmtursfullar tilraunir nazista frá júní 1942 og síðan til þess að afmá öll merki fjöldamorðanna — með lík- brennslu, með því að brenna lík í opnum gryfjum, nota sprengiefni, slöngva eldi, brytja bein í vélum — hlutu að mistakast, þannig var öll viðleitni þeirra í þá átt að láta and- stæðingana „hverfa hljóðlega og nafn- Iaust'1 til einskis. Ginnungagapið er ekki til. Ekkert mannlegt er svo fullkomið, og það er einfaldlega allt of margt fólk í þessum heimi, til þess að slík gleymska sé hugsanleg. Einn maður mun ávallt lifa til frásagnar. Þess vegna getur ekkert nokkurn tíma, orðið „gagns- laust í reynd“; að minnsta kosti ekki þegar til lengdar lætur. Það væri afar gagnlegt í reynd Þýzkalandi í dag, ef einhver gæti sagt fleiri slíkar sög- ur, ekki aðeins vegna orðstírs lands- ins erlendis, heldur einnig vegna hinnar hryggilegu ringulreiðar innan- lands. Því að lexían, sem læra má af slík- um sögum, er einföld og öllum skilj- anleg. f stjórnmálum er hún sú, að þegar fólk býr við ógnarstjórn muni flestallir lúta henni, en sumt fólk þó ekki, alveg eins og lexía þeirra landa. sem bauðst hin „Endanlega Lausn“ nazista, er, að „þetta gæti gerzt“ víð- ast hvar, en þa'ð gerist ekki alls staðar. í mannlegum skilningi er ekki farið fram á annað, og með réttu er ekki hægt að fara fram á annað, til að þessi jarðarkringla sé eftirleiðis hæf- ur mannabústaður. G Hvers vegna hengja varS Eichmann. Meðal þess sem í húfi var í réttar- haldinu bar hæst þá staðhæfingu, sem fram kemur í öllum lagakerfum nú- tímans, að illur ásetningur sé nauð- synleg forsenda þess, að glæpur sé drýgður. Sé slíkum ásetningi ekki til að dreifa, og ef hæfileikinn til að greina rétt frá röngu er skertur ein- hverra hluta vegna, jafnvel siðferði- legrar vitfirringar, teljum við, að 54 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.